[Námskeið] Hvert hlaupa þörungar?

Einstakt tækifæri fyrir grunn- og framhaldsskólakennara á Íslandi. Dr. Ira Levine forseti Algae Foundation og prófessor við University of Southern Maine kemur til landsins í tengslum við ráðstefnuna Strandbúnaður. Hann ætlar að bjóða kennurum hér á landi upp á námskeið, þeim að kostnaðarlausu, um þörunga í samstarfi við NaNO, Náttúrutorg, Menntavísindastofnun og Matís.

Hvenær: 20. mars 2019, kl. 15:00-17:00

Hvar: Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík

Hverjir: Grunn- og framhaldsskólakennarar

Skráning: Skráðu þig hér – ekki hugsa þig tvisvar um!

Námskeiðið, sem fer fram á ensku, er sniðið að og hentar kennaranemum og kennurum á öllum stigum grunnskóla sem og framhaldsskóla.

Primary Goal: Increase k-12 STEM-based knowledge and skill sets focusing on poor, minority and immigrant students.

Secondary Goal: Upgrade and increase skills of science teachers in grade, middle and high schools.

Outcomes: Enhance student retention and graduation rates and produce more collegiate STEM majors. Support the establishment of a pool of STEM candidate applicants supporting a science-based economy.

The idea is to build stronger skills to help students stay in school, become more engaged, and build science knowledge that would follow the educational journey to increase scientists in our local communities and beyond.

The training is about the Algae and our world, how it affects our lives, the biology of it, growing it, measuring how fast it grows, design your own algae., and find out about what everyday products use algae. Algae to eat, algae as medicine, algae in paints, puddings, plastics, etc. We will include the use of several different types of microscopes, the beginnings of the scientific method, the wonders of science, Algae in Space. Green polar bears have algae, Blue Icebergs have algae, and the volcanic eruption in Hawaii has algae.

„Take a Deep Breath, Thank the Algae“

Dr. Levine hefur unnið í 33 ár við hagnýtar og grunnrannsóknir í sameindalíffræði, lífeðlisfræði, vistfræði og ræktun þörunga, eldisstýringu og uppbyggingu eldis. Hann hefur m.a. komið að ræktun í sjó og vötnum í Kanada, Kína, Indónesíu, Japan, Malasíu, Filippseyjum og Bandaríkjunum. Núverandi áherslur eru á ræktun þörunga sem fóðurbætiefni fyrir eldi á sjó og landi, fæðubótaefni, sérhæfð efni og lífeldsneyti.

Dr. Levine er forseti Algae Foundation, sem hefur þróað námsefni til að styðja við menntun tæknifólks og sérfræðinga innan þörungageirans. Meðal þess er gjaldfrjálst námsefni á netinu, Algal MOOC. Hann hefur auk þess þróað kennsluefni fyrir börn og unglinga og vill nú miðla því efni hér á Íslandi.

http://thealgaefoundation.org/K-12_initiative.html

Myndmiðlun notuð til að styðja við nám í líffræði

Vertu með í skemmtilegu verkefni þar sem nemendur læra líffræði með því að taka myndir og myndskeið, vinna með þau og sýna samnemendum eða öðrum niðurstöður sínar. Myndatökur eru þarna leið til að skrá ákveðin fyrirbæri t.d. mynd af brumi eða blómi eða ákveðin ferli eins og þegar brum springa út eða um efnaskipti gersveppa. Þarna er myndmiðlun notuð til að styðja við nám í líffræði og ætlunin er að nemendur læri mest af vinnuferlinu sjálfu því það er ekki afurðin sjálf eða gæði myndbandsins eða myndanna sem skiptir mestu heldur lærdómurinn sem fæst af vinnu verkefnanna. Ekki er nauðsynlegt að nota flókinn tæknibúnað, hægt er að nota farsíma, spjaldtölvur eða ýmis konar myndavélar. Skoðaðu verkefnið á vefsíðu þess vidubiology.eu þar eru leiðbeiningar og verkefnablöð á íslensku undir content. Hér má sjá myndskeið sem tengist verkefninu:

Norrænt verkefnasafn í náttúrufræði fyrir leikskóla

Á síðu Náttúrutorgs er að finna ýmis verkefnasöfn, í flestum tilfellum er um að ræða efni sem starfandi kennarar hafa sent okkur til að aðrir kennarar geti nýtt sér.

Nú hefur bæst við nýtt efni sem Menntavísindastofnun gefur út hér á landi, Norrænt verkefnasafn í náttúrufræði fyrir leikskóla. Í inngangi segir:

Markmiðið með þessum verkefnum er að hvetja til og styðja við náttúrufræðinám í leikskólum. Efnið er byggt á sameiginlegu norrænu þróunarverkefni um náttúrufræðimenntun leikskólakennara sem hófst árið 2011 (Læring av naturfagbegreper hos barnehagebarn: Nordisk studiemodul for førskolelærerutdanningen (NATGREP)).

Verkefnið var fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni (Nordplus) og vinnuveitendum þátttakenda og tilgangurinn var að efla þverfaglegt vísindasamstarf um náttúrufræði. Einnig var stefnt að því að auka gæði leikskólastarfs og styrkja menntun leikskólakennara á Norðurlöndum.

Bæði háskólakennarar og starfsfólk ýmissa leikskóla hafa verið fulltrúar Dana, Finna, Íslendinga, Norðmanna og Svía í samstarfinu um námsefnið. Leikskólakennaranemar tóku einnig þátt í því að prófa það. Á grundvelli samræðna um rannsóknir og prófanir á verkefnunum sem gerðar höfðu verið í hinum ýmsu leikskólum varð til fræðilegur grunnur að því hvernig væri best að styðja náttúrufræðistarf í leikskólum (sjá nánar í Sortland et al., 2017). Á grunni þessa efnis unnu leikskólakennaranemar í vettvangsnámi sínu að ýmiss konar náttúrufræðiverkefnum. Þau verkefni voru síðan greind og rökrædd í samstarfshópnum.

Námskeið í náttúrufræðimenntun og stök einingabær námskeið – Haustönn 2018

Mynd: Max Pixel

Næsta skólaár verða í boði tvö námskeið sem eru hluti af viðbótardiplómu í Náttúrufræðimenntun fyrir starfandi grunnskólakennara sem stefnt er að því að bjóða upp á í framhaldinu. Þetta eru námskeiðin Útikennsla og staðtengt nám og Verkleg viðfangsefni í eðlis- og efnafræði. Halda áfram að lesa

Færð þú mikilvægar tilkynningar?

Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá tilkynningar um námskeið og aðra viðburði á vegum Náttúrutorgs og tengdum aðilum

* fylla þarf í þessa reiti



Snið tölvupósts


Menntabúðir NaNO – Námskeið um fugla

Verkefnisstjórar NaNO vekja athygli á námskeiði um FUGLA fyrir starfandi kennara og kennaranema, mánudaginn 23. apríl 2018 kl. 14:30-16:00


Menntabúðir NaNO verða í þetta sinn á formi námskeiðs um fugla.

Grandaskóli hefur verið þátttakandi í Erasmus+ verkefni sl. tvö ár ásamt skólum frá fimm öðrum Evrópulöndum. Verkefnið fékk nafnið Fuglar og markmiðið var að þróa þverfaglegt námsefni í náttúrufræði fyrir nemendur á miðstigi grunnskólans. Halda áfram að lesa

Menntabúðir NaNO – Vísindavaka

Náttúrufræðikennrarnir Margrét Hugadóttir og Dögg Lára Sigurgeirsdóttir taka á móti okkur í Langholtsskóla og kynna námsefnið Vísindavöku. Námsefnið samanstendur af kennslumyndböndum, kennsluleiðbeiningum og tillögum að námsmati.

Markmið Vísindavöku eru að nemendur verði færir til að tjá sig um vísindalegt ferli og geti beitt orðinu „breyta“. Verkefnið er ætlað nemendum í 6.-10. bekk og getur verið endurtekið árlega. Halda áfram að lesa

NaNO hlaut styrk til eflingar náttúrufræðimenntunar

Nýlega hlaut NaNO styrk að upphæð 3.000.000 kr. úr Rannsóknarsjóði síldarútvegsins fyrir verkefnið NaNO námsefni – Náttúra, nýsköpun og tækni í sjávarútvegi. Meginmarkmið sjóðsins er að efla vöruþróun og markaðsöflun á síldarafurðum. Jafnframt að efla nýsköpun, rannsóknir og fræðslu- og kynningarstarf í sjávarútvegi. Styrkurinn verður nýttur til að semja, prófa og birta á vef námsefni um sjávarútveg sem veki áhuga nemenda með því að fást við nútímaleg viðfangsefni tengd samspili atvinnulífs, vísinda, tækni, náttúru og samfélags. Námsefninu er ætlað að nýtast ólíkum námsgreinum, stuðla að samþættingu þeirra og vinna þvert á greinar, bóklegar og verklegar. Námsefnið er unnið í samvinnu við Hafrannsóknastofnun og Matís.

Frá styrkafhendingu, á myndinni eru frá vinstri: Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, J. Snæfríður Einarsdóttir, HB Granda, Ester Ýr Jónsdóttir, verkefnisstjóri NaNO hjá MVS HÍ, Árni Gunnarsson, Skotta film og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson.

NaNO er verkefni á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og hófst það í september 2013. Markmið NaNO er að efla náttúrufræðimenntun í leik-, grunn- og framhaldsskólum og hafa verkefnisstjórar m.a. unnið að því markmiði með gerð námsefnis fyrir þessi skólastig auk þess að halda námskeið fyrir starfandi kennara og kennaranema, menntabúðir og málþing um náttúrufræðimenntun. Verkefnisstjóri er Ester Ýr Jónsdóttir.

Ekki gleyma að skrá þig!

Opið er fyrir skráningu til og með 30. mars. Skráning fer fram með því að smella hér.

Skráningargjaldið er 4.000 kr., í því felast allir viðburðir í dagskrá og kaffiveitingar. Greiðsluseðill verður sendur í netbanka. Skráning er bindandi.

Dagskrá

Efni málþings – Ágrip og lýsingar efnis á málþinginu.

Dagskrá málþings – Yfirlit dagskrár á pdf-formi (uppfært 29.3.2017).

Málþingsbæklingur – Ágrip og lýsingar efnis á málþinginu ásamt yfirliti dagskrár, á pdf-formi. Gott er að hlaða skjalinu niður í símann áður en málþingið hefst 😉

Sameiginlegum viðburður í Bratta verður streymt til þeirra sem eru úti á landi eða eiga ekki heimangengt. Öðrum viðburðum á málþinginu verður ekki streymt. Við vonum að þetta falli í góðan jarðveg en bendum á að það jafnast ekkert á við að mæta á staðinn!

Á föstudeginum getið þið fylgst með hér en á laugardeginum hér, ekki er um sömu slóðir að ræða.

Fyrir hverja er málþingið?

Halda áfram að lesa