Endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi grunnskólakennara
í Garðabæ
Dagskrá og lesefni lota
1. lota – 2. lota – 3. lota – 4. lota – 5. lota – 6. lota – 7. lota – 8. lota
Myndir frá námskeiðinu
Myndaalbúm á Flickr
Námskeiðslýsing
Markmið þessa námskeiðs er að auka faglega þekkingu kennara á yngsta- og miðstigi grunnskóla í náttúrufræðum út frá hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla. Áherslan er bæði á fræðilegan bakgrunn sem og að efla getu kennara í að skipuleggja og stýra verklegri kennslu jafnt í skólastofunni og úti, enda vita allir að það er líf og fjör í náttúrunni.
Dæmi um viðfangsefni
Stjörnufræði, jarðsaga, jarðfræði og veðurfræði. Auðlindir, sorpflokkun og endurnýting. Mannslíkaminn og heilbrigði, lífsskilyrði. Samspil lífvera og lífvana þátta, náttúrulegir ferlar, þróun og aðlögun. Orka, kraftar, hraði, lengd, ljós og hljóð. Varmi, efnaferlar, hamskipti og þensla.
Markhópur
Kennarar á yngsta- og miðstigi grunnskóla í Garðabæ.
Kennsla og leiðsögn
Náttúrufræðikennarar úr Háskóla Íslands (HÍ), grunn- og framhaldsskólum.
Tímabil og staðsetning
Námskeiðið er 60 kennslustundir (1 kest = 45 mín). Námskeiðið hefst um miðjan janúar og stendur fram í ágúst 2015 að júní og júlí undanskildum. Staðlotur fara fram á þriggja vikna fresti og kennt verður á mismunandi vikudögum kl. 13:00-17:00. Sumarlota, þrír samliggjandi dagar, verður fyrir miðjan ágúst 2015.
Kennt verður í grunnskólum Garðabæjar, úti í náttúrunni eða fyrirtækjum og stofnunum. Á milli staðlota gefast tækifæri til að eiga samskipti á netmiðlum.
Fyrirhugaðar dagsetningar fyrir staðlotur á vorönn eru: 13. jan., 4. feb., 26. feb., 19. mars, 13. apr., 5. maí, 27. maí og sumarlota 11.-13. ágúst, kl. 9:00-15:00.
Einingabært námskeið
Ef kennarar velja einingabært námskeið vinna þeir að auki skrifleg verkefni, lesa fræði og skoða störf sín með aðferðum starfendarannsókna.
Þátttakendur sem velja einingabært námskeið geta sótt um endurgreiðslu á innritunargjaldi í Vonarsjóð FG auk þess að geta sótt um styrk til KÍ fyrir loknar einingar, KÍ greiðir 5.000 kr fyrir hverja lokna einingu.
Verð
Þátttakendur sem taka námskeiðið ekki til eininga sækja það sér að kostnaðarlausu. Þeir sem kjósa að gera námskeiðið einingabært greiða skráningargjöld í HÍ. Einingabært háskólanám (10 ECTS) kostar 55.000 kr. Þeir sem velja þennan kost geta sótt um að fá styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá KÍ. Þeir sem eru skráðir í nám við HÍ þurfa ekki að greiða sérstaklega fyrir þetta námskeið.
Skráning
Skráningarfrestur er til 21. nóvember 2014. Menntavísindastofnun sér um skráningu, http://menntavisindastofnun.hi.is/natturufraedi_fyrir_grunnskolakennara
Bakvísun: Lota 7 | Náttúrutorg