CarbFix verkefni og leikur.

Á vef Orkuveitu  Reykjavíkur má nú finna leik fyrir nemendur um CarbFix verkefnið. Leikurinn samanstendur af myndböndum og litlum leikjum þar sem nemendur kynnast ferlinu og tilgangi þess.

Skjámynd af CrabFix leiknum

CarbFix verkefnið snýst um að reyna að binda koltvíoxíð, algengustu gróðurhúsalofttegundina, á föstu formi djúpt í hraunlögum í nágrenni virkjunarinnar og draga þannig úr áhrifum koltvíoxíðs á loftslag.  Háskóli Íslands stýrir vísindahluta verkefnisins. Umfjöllun um CarbFix á Scientific American.

Verkefnið hefur verið umdeilt eftir hrinu jarðskjálfta á svæði Hellisheiðarvirkjunar og því tilvalið að skoða með nemendum hin ólíku sjónarhorn sem birtast í fréttaflutningi um það, auk umfjöllunar um hina vísindalegu hlið þess að binda koltvíoxíð í bergi.

Leiknum fylgja útskýringar og kennsluleiðbeiningar. 

Leikur þessi hentar sem viðbót við hið ágæta þemahefti CO2 frá Námsgagnastofnun en því fylgir bæði fræðslumynd og kennsluleiðbeiningar.

 

Um loftlagsbreytingar segir Aðalnámskrá grunnskóla:

Við lok 10 bekkjar getur nemandi:

Hæfniviðmið úr Aðalnámsskrá grunnskóla 2013

Hæfniviðmið úr Aðalnámsskrá grunnskóla 2013

 

Hvar má finna námsefni?

Hér á okkar ísakalda landi er það kannski óþörf spurning, en á nýrri síðu er samt leitast við að svara henni. Námsgagnastofnun er okkar fyrsta stopp í leit að námefni en víðar má samt fara. Síðan verður eins og annað hér á torginu í sífelldri endurskoðun og endilega bendið á annað sem ætti heima í þessari upptalningu.

Námsefni fyrir önnur skólastig verður síðar listað upp og auglýst er eftir sjálfboðaliðum í að safna slíku saman. /SP

Vel heppnað málþing

Málþing um náttúrufræðimenntun var haldið þann 5. júní 2013 og þótti heppnast mjög vel. Gestir voru um 190 af öllum skólastigum og þar af  60 með framlög af einhverju tagi. Það er greinilegt að það er margt áhugvert að gerast í náttúrufræðimenntun .

Skjákynningar frá flestum kynningum má nálgast við ágrip þeirra.

Eftir málþingið bárust margar fyrirspurnir um rafrænar smásjár og víðsjár og upplýsingar um þær má finna hér.

Myndir frá málþinginu má sjá hér, nokkrar í viðbót hér og  myndir úr stofu 207.

 

Skráning hafin á málþing um náttúrufræðimenntun.

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun efnir til málþings um nám og kennslu í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni, miðvikudaginn 5. júní 2013 kl. 9:00 – 17:00.


Málþingið verður haldið í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og er ætlað kennurum á öllum skólastigum. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, fyrirlestra, kynningar og smiðjur.
Aðalfyrirlesari málþingsins verður Michael Reiss prófessor við University of London http://www.ioe.ac.uk/staff/CPAT/GEMS_71.html
Skráning hér

Dagskrá má sjá hér.

Málþingið er haldið í samstarfi við:

Félag leikskólakennara http://fl.ki.is/
Félag náttúrufræðikennara í grunnskólum http://www.fng.is/

Náttúrutorg http://natturutorg.is/

 

Frestað

Menntabúðum í líffræði hefur verið frestað um óákveðin tíma.

– á sama tíma fer fram Háskólahlaup  við Norræna húsið
– það vorar seint og er kalt, lífið lítið vaknað
– daginn eftir er frídagur og hætta við miklum afföllum

Í sárabót erum við komin ansi nálægt málþingi náttúrufræðikennara, þar sem til stendur að bjóða uppá náttúrutúlkun og einnig verða erindi um útikennslu. http://natturutorg.is/blog/2013/05/04/nam-og-kennsla-i-natturufraedigreinum-a-21-oldinni/

Nám og kennsla í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun efnir til málþings um nám og kennslu í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni, miðvikudaginn 5. júní 2013 kl. 9:30 – 16:30.

Málþingið verður haldið í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og er ætlað kennurum á öllum skólastigum. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, fyrirlestra, kynningar og smiðjur.
Aðalfyrirlesari málþingsins verður Michael Reiss prófessor við University of London http://www.ioe.ac.uk/staff/CPAT/GEMS_71.html

TAKIÐ DAGINN FRÁ!

Dagskrá auglýst síðar

Að málþinginu standa:

Félag leikskólakennara http://fl.ki.is/
Félagi náttúrufræðikennara í grunnskólum http://www.fng.is/

Menntabúðir um verklega kennslu

Núna í vor hafa náttúrufræðikennarar rætt í Facebookhóp sínum að þörf sé á að hittast og skiptast á þekkingu og hugmyndum um verklega kennslu. Í framhaldi af því hafa verið skipulagðar svokallaðar menntabúðir sem byggjast á framlagi og þátttöku þeirra sem mæta.
Þrjár búðir eru áætlaðar í mars, apríl og maí, um verklega kennslu í eðlis og efnafræði og líffæðina úti.
Allar nánari upplýsingar má finna hér

Frá vinnustofu um einfaldar æfingar í efnafræði nóvember 2011

GERT: Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni

Starfshópur á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtök iðnaðarins standa fyrir verkefninu GERT: Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni.  Á menntadegi iðnaðarins þann 25. janúar var kynnt bakgrunnsskýrsla og aðgerðaráætlun verkefnisins.
Efni skýrslunnar byggir á fyrri rannsóknum: úr PISA könnunum, TALIS rannsókn, Vilja og veruleika ofl.

Í aðgerðaráætluninni eru sett fram fjögur lykilmarkmið:

  • samráð og ákvarðanartaka á grundvelli rannsókna og gagna
  • aukinn áhugi og þekking nemenda á möguleikum raunvísinda og tækni
  • aukin hæfni kennara og bættir starfsþróunar- og símenntunarmöguleikar í raunvísindum og tækni
  • fjölbreyttir kennsluhættir og tengsl við atvinnulíf

Markmið þessi eru í miklu samræmi við markmið Náttúrutorgs. Kennarar eru hvattir til að kynna sér verkefnið og koma hugmyndum, tillögum eða  athugasemdum um framgang þess til nýráðins verkefnastjóra verkefnisins Brynju Dís Björnsdóttur (brynjadisb(hja)gmail.com) eða til Svövu Pétursdóttur (svavap(hja)hi.is) sem sitja mun í samstarfsvettvangi um verkefnið.