Ráðstefna um gæði og jafnræði í kennsluháttum á Norðurlöndum á sviði stærðfræði og náttúruvísinda

Þriðjudaginn 23. apríl 2024 stendur Mennta- og barnamálaráðuneytið fyrir ráðstefnunni Gæði og jafnræði í kennsluháttum á Norðurlöndum á sviði stærðfræði og náttúruvísinda – Norræn greining á TIMSS gögnum í tilefni af því að komið er út nýtt rit um stærðfræði- og náttúrufræðikennslu á Norðurlöndum.

Nokkrir norrænir höfundar birta greiningar sínar á gögnum TIMSS (Trends in International Mathematics and Science Study) rannsóknarinnar  sem hefur verið lögð fyrir reglulega í um þrjá áratugi af IEA (International Association for the Evaluation of Educational Achievements). Leitast er við að svara því hvaða kennsluhættir skila árangri og stuðla að jöfnuði. Byggt er á gögnum úr TIMSS fyrir árin 2011, 2015 og 2019, en Ísland tók þátt í TIMSS árið 1995.

Ráðstefnan fer fram á Reykjavík Hótel Natura en einnig er hægt að fylgjast með ráðstefnunni og umræðum í streymi.