Ráðstefna um gæði og jafnræði í kennsluháttum á Norðurlöndum á sviði stærðfræði og náttúruvísinda

Þriðjudaginn 23. apríl 2024 stendur Mennta- og barnamálaráðuneytið fyrir ráðstefnunni Gæði og jafnræði í kennsluháttum á Norðurlöndum á sviði stærðfræði og náttúruvísinda – Norræn greining á TIMSS gögnum í tilefni af því að komið er út nýtt rit um stærðfræði- og náttúrufræðikennslu á Norðurlöndum.

Nokkrir norrænir höfundar birta greiningar sínar á gögnum TIMSS (Trends in International Mathematics and Science Study) rannsóknarinnar  sem hefur verið lögð fyrir reglulega í um þrjá áratugi af IEA (International Association for the Evaluation of Educational Achievements). Leitast er við að svara því hvaða kennsluhættir skila árangri og stuðla að jöfnuði. Byggt er á gögnum úr TIMSS fyrir árin 2011, 2015 og 2019, en Ísland tók þátt í TIMSS árið 1995.

Ráðstefnan fer fram á Reykjavík Hótel Natura en einnig er hægt að fylgjast með ráðstefnunni og umræðum í streymi.

Skráning á ráðstefnuna: Vísindi í námi og leik

VÍSINDI Í NÁMI OG LEIK

Laugardaginn 30. mars 2019 verður efnt til ráðstefnunnar Vísindi í námi og leik í samstarfi Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Málþings um náttúrufræðimenntun*. Á ráðstefnunni verður fjallað um nám og kennslu í náttúruvísindum, stærðfræði og tækni, þ.m.t. upplýsingatækni, í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Ráðstefnan er ætluð kennurum og starfsfólki í leik-, grunn-, og framhaldsskólum og sérstaklega er horft til þess að umfjöllunarefni hafi hagnýtt gildi í skólastarfi. Auk aðalfyrirlestra og pallborðsumræðna verða málstofuerindi, vinnustofur og veggspjöld þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að námi og kennslu með sérstakri áherslu á fyrrnefnd viðfangsefni.Upplýsingar um ráðstefnuna má einnig finna á Facebooksíðum MSHA og Náttúrutorgs og á síðu Miðstöðvar skólaþróunar.

Skráning á ráðstefnu

Veggspjald til útprentunar- endilega prentið út og setjið upp í skólum ykkar.

*Að baki Málþings um náttúrufræðimenntun standa ýmis félög og samtök, má þar nefna: Samlíf – samtök líffræðikennara, Félag raungreinakennara, NaNO – Náttúruvísindi á nýrri öld, GERT, RAUN – Rannsóknar-stofu um náttúrufræðimenntun, Flöt – samtök stærðfræðikennara og Félag leikskólakennara. Að auki koma Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild HA að ráðstefnunni.

[Námskeið] Hvert hlaupa þörungar?

Einstakt tækifæri fyrir grunn- og framhaldsskólakennara á Íslandi. Dr. Ira Levine forseti Algae Foundation og prófessor við University of Southern Maine kemur til landsins í tengslum við ráðstefnuna Strandbúnaður. Hann ætlar að bjóða kennurum hér á landi upp á námskeið, þeim að kostnaðarlausu, um þörunga í samstarfi við NaNO, Náttúrutorg, Menntavísindastofnun og Matís.

Hvenær: 20. mars 2019, kl. 15:00-17:00

Hvar: Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík

Hverjir: Grunn- og framhaldsskólakennarar

Skráning: Skráðu þig hér – ekki hugsa þig tvisvar um!

Námskeiðið, sem fer fram á ensku, er sniðið að og hentar kennaranemum og kennurum á öllum stigum grunnskóla sem og framhaldsskóla.

Primary Goal: Increase k-12 STEM-based knowledge and skill sets focusing on poor, minority and immigrant students.

Secondary Goal: Upgrade and increase skills of science teachers in grade, middle and high schools.

Outcomes: Enhance student retention and graduation rates and produce more collegiate STEM majors. Support the establishment of a pool of STEM candidate applicants supporting a science-based economy.

The idea is to build stronger skills to help students stay in school, become more engaged, and build science knowledge that would follow the educational journey to increase scientists in our local communities and beyond.

The training is about the Algae and our world, how it affects our lives, the biology of it, growing it, measuring how fast it grows, design your own algae., and find out about what everyday products use algae. Algae to eat, algae as medicine, algae in paints, puddings, plastics, etc. We will include the use of several different types of microscopes, the beginnings of the scientific method, the wonders of science, Algae in Space. Green polar bears have algae, Blue Icebergs have algae, and the volcanic eruption in Hawaii has algae.

„Take a Deep Breath, Thank the Algae“

Dr. Levine hefur unnið í 33 ár við hagnýtar og grunnrannsóknir í sameindalíffræði, lífeðlisfræði, vistfræði og ræktun þörunga, eldisstýringu og uppbyggingu eldis. Hann hefur m.a. komið að ræktun í sjó og vötnum í Kanada, Kína, Indónesíu, Japan, Malasíu, Filippseyjum og Bandaríkjunum. Núverandi áherslur eru á ræktun þörunga sem fóðurbætiefni fyrir eldi á sjó og landi, fæðubótaefni, sérhæfð efni og lífeldsneyti.

Dr. Levine er forseti Algae Foundation, sem hefur þróað námsefni til að styðja við menntun tæknifólks og sérfræðinga innan þörungageirans. Meðal þess er gjaldfrjálst námsefni á netinu, Algal MOOC. Hann hefur auk þess þróað kennsluefni fyrir börn og unglinga og vill nú miðla því efni hér á Íslandi.

http://thealgaefoundation.org/K-12_initiative.html

Menntabúðir – spil og leikir

Eftir nokkurt hlé ætlum við að blása aftur til menntabúða náttúrufræðikennara.  Búðirnar verða þriðjudaginn 11. desember 15:00-17:00 í Smáraskóla.  Viðburðurinn ætti að henta öllum skólastigum.   Skráning hér

 

Að þessu sinni er þemað spil og leikir í náttúrufræðikennslu, þó getum við rætt hvað sem við viljum þegar við hittumst.  Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur og koma með spil og leiki bæði sem þið hafið þróað sjálf eða ýmis spil og leiki sem þið hafið notað náttúrufræðikennslu. Halda áfram að lesa

Menntabúðir NaNO – Námskeið um fugla

Verkefnisstjórar NaNO vekja athygli á námskeiði um FUGLA fyrir starfandi kennara og kennaranema, mánudaginn 23. apríl 2018 kl. 14:30-16:00


Menntabúðir NaNO verða í þetta sinn á formi námskeiðs um fugla.

Grandaskóli hefur verið þátttakandi í Erasmus+ verkefni sl. tvö ár ásamt skólum frá fimm öðrum Evrópulöndum. Verkefnið fékk nafnið Fuglar og markmiðið var að þróa þverfaglegt námsefni í náttúrufræði fyrir nemendur á miðstigi grunnskólans. Halda áfram að lesa

Menntabúðir NaNO – Vísindavaka

Náttúrufræðikennrarnir Margrét Hugadóttir og Dögg Lára Sigurgeirsdóttir taka á móti okkur í Langholtsskóla og kynna námsefnið Vísindavöku. Námsefnið samanstendur af kennslumyndböndum, kennsluleiðbeiningum og tillögum að námsmati.

Markmið Vísindavöku eru að nemendur verði færir til að tjá sig um vísindalegt ferli og geti beitt orðinu „breyta“. Verkefnið er ætlað nemendum í 6.-10. bekk og getur verið endurtekið árlega. Halda áfram að lesa

Grasagarður Reykjavíkur

Nemendur á námskeiðinu Kennslufræði lífvísinda við Menntavísindasvið HÍ heimsóttu Grasagarð Reykjavíkur og áttu ánægjulega og fróðlega stund. Björk Þorleifsdóttir fræðslufulltrúi tók á móti okkur og talaði um garðinn, starfsemina þar og sýndi okkur verkefni sem útbúin hafa verið og kennarar geta fengið lánuð í heimsóknum eða fengið leiðsögn fræðslufulltrúa. Garðurinn er stór og margt sem hægt er að skoða og notfæra sér til kennslu. Vefsíða  Grasagarðs Reykjavíkur gefur líka mikið af upplýsingum. Grasagarðurinn stendur fyrir fjölbreyttri fræðslu fyrir almenning árið um kring og vert er að fylgjast með síðu þeirra á Facebook til að missa ekki af áhugaverðum viðburðum.

Tekið er á móti skóla-, vinnustaða- og félagahópum allan ársins hring eftir samkomulagi. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Hildi í síma 411-8650 virka daga kl. 9-15 eða á botgard@reykjavik.is

 

Myndir úr heimsókninni:

Heimsókn í Grasagarð Reykjavíkur

Menntabúðir NaNO – Tilraunir með rafmagn og segulmagn

Haukur Arason, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands tekur á móti okkur í stofu K202 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Menntabúðirnar fjalla að þessu sinni um eðlisfræðitilraunir, verklegar athuganir um rafmagn og segulmagn fyrir nemendur á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi grunnskóla.

Halda áfram að lesa