Sjöunda staðlota námskeiðsins fer fram miðvikudaginn 27. maí kl. 13-17.
Staðsetning:
Stofa 103 og 104 í Garðaskóla.
Dagskrá:
13:00 Sólrún Harðardóttir Námsmatsstofnun og Skúli Skúlason Háskólanum á Hólum.
Um lífríki í vatni og verkefni dagsins.
Lesefni (ítarefni):
- Sjá lista yfir bækur neðar.
13:30 Sólrún Harðardóttir og Skúli Skúlason.
Vífilsstaðavatn – vettvangsferð.
15:30 Kaffihlé í Garðaskóla.
15:45 Greining og skoðun sýna.
Kennsla um líf í fersku vatni.
17:00 Dagskrárlok.
Viðfangsefni:
- Ferskvatn, lifandi og lífvana þættir.
Efni og áhöld (þátttakendur sjá sjálfir um):
- Komið í stígvélum og hlýjum fatnaði!
- Sjónauki
- Myndavél (fyrir þá sem vilja)
- Bækur (takið með það sem er til í ykkar skóla – munið að merkja bækurnar).
- Greiningarlyklar um smádýr e. Hrefnu Sigurjónsdóttur og Snorra Sigurðsson.
- Hornsíli e. Sólrúnu Harðardóttur
- Lífríkið í fersku vatni e. Stefán Bergmann.
- Veröldin í vatninu e. Helga Hallgrímsson.
- Vífilsstaðavatn e. Sólrúnu Harðardóttur.
- Fuglahandbækur.
- Glerkrukkur með loki, til sýnatöku.
- T.d. gamlar sultukrukkur.
- Víðsjá/r.
- Æskilegt er að hverjir tveir úr sama skóla taki með sér eina til tvær víðsjá/r (skilið eftir í Garðaskóla á meðan á vettvangsferð stendur).
- Takið einnig með ykkur petrískálar undir sýnin, pípettur/dropateljara og pinsettur.
- Plastbakkar/-box/-fötur undir sýni.
- Háfur.
- Uppþvottabursti með mjúkum hárum (nóg að hver skóli komi með einn bursta).