Lota 1

Heimasíða námskeiðs

Fyrsta staðlota námskeiðsins fer fram þriðjudaginn 13. janúar kl. 13-17.

Staðsetning:

Stofa 107, tónlistarstofunni í Garðaskóla.

Dagskrá:

13:00 Ester Ýr Jónsdóttir, verkefnisstjóri NaNO. Glærur.
Þátttakendur boðnir velkomnir. Uppbygging námskeiðs kynnt og hugmyndafræðin á bak við það.

13:20 Allyson Macdonald, prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Glærur.
Námskrá í náttúrufræðum.
Lesefni: Kaflar 2.1.2, 9.4 og 22 í Aðalnámskrá grunnskóla – Almennum hluta 2011.

13:40 Þátttakendur kynna sig og sinn bakgrunn.

14:00 Hafþór Guðjónsson, dósent við Menntavísindasvið HÍ. Glærur og samantekt.
Starfendarannsóknir.
Lesefni: Kennarinn sem rannsakandi.
Ítarefni: Starfendarannsóknir í Menntaskólanum við Sund.

14:20 Hafþór Guðjónsson, dósent við Menntavísindasvið HÍ. Glærur.
Læsi í náttúrufræði.
Lesefni: Að verða læs á náttúrufræðitexta.
Ítarefni: PISA, læsi og náttúrufræðimenntun.

14:40 Kaffihlé.

15:00 Sverrir Guðmundsson, umsjónarmaður Stjörnufræðivefsins. Glærur.
Stjörnufræði. Þátttakendum gefst tækifæri á að koma með græjurnar sínar og fá kennslu á ef þarf.

16:30 Sverrir Guðmundsson umsjónarmaður Stjörnufræðivefsins.
Stjörnuskoðun ef veður og aðstæður leyfa.

17:00 Dagskrárlok.

Viðfangsefni:

  • Aðalnámskrá grunnskóla, námssviðið náttúrugreinar, grunnþættir menntunar og náttúrugreinar, kennsluhættir í náttúrugreinum.
  • Starfendarannsóknir og læsi.
  • Stjörnufræði.

ATH Þeir sem geta og vilja eru beðnir um að koma með stjórnusjónauka með sér til að nota við stjörnuskoðun og um leið fá kennslu á uppsetningu og notkun hans. Komið öll vel klædd.

Hér að ofan er að finna tengla í lesefni sem ég bið þig um að lesa vandlega fyrir staðlotuna. Ef kennarar velja einingabært námskeið vinna þeir að auki skrifleg verkefni, lesa fræði og skoða störf sín með aðferðum starfendarannsókna.