Maker Spaces- málstofa

Í dag er málstofa þar sem fjallað verður um börn og notkun stafrænna miðla sjá nánar á http://menntavisindastofnun.hi.is/born_og_notkun_stafraenna_midla_heima_og_i_nyskopunarsmidjum_eda_gerverum_e_makerspaces

Sem þátttakandi í þessu verkefni hef ég verið að lesa um maker spaces sem ég ætla að sinni að kalla gerver. Ekki þarf að lesa lengi til að sjá miklar tengingar við raungreinar ýmiskonar.  Á BETT í janúar mátti t.d. sjá mikla kynningu frá Microsoft á gerverum og þeir tala um Hacking STEM, en gerver eru einnig kölluð Hacker spaces og STEM stendur fyrir Science, technology, engineering and math (náttúruvísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði).

Eitt af verkefnum sem nálgast má á vef Microsoft https://www.microsoft.com/en-us/education/education-workshop/january.aspx

Halda áfram að lesa

Vel heppnað málþing

Málþing um náttúrufræðimenntun var haldið 31. mars og 1. apríl í Stakkahlíð.  Þingið sóttu vel yfir 100 manns, áhugafólk um náttúrfræðimenntun af öllum skólastigum.  Þessi þing eru mikilvægur vettvangur fyrir þennan hóp að hittast, ræða málin og læra hvert af öðru.  Við getum strax farið að hlakka til 2019 en þá er áætlunin að halda þingið á Akureyri.

Hér fyrir neðan má finna tíst, frá málþinginu.   og myndir á Flickr

/sp

Ekki gleyma að skrá þig!

Opið er fyrir skráningu til og með 30. mars. Skráning fer fram með því að smella hér.

Skráningargjaldið er 4.000 kr., í því felast allir viðburðir í dagskrá og kaffiveitingar. Greiðsluseðill verður sendur í netbanka. Skráning er bindandi.

Dagskrá

Efni málþings – Ágrip og lýsingar efnis á málþinginu.

Dagskrá málþings – Yfirlit dagskrár á pdf-formi (uppfært 29.3.2017).

Málþingsbæklingur – Ágrip og lýsingar efnis á málþinginu ásamt yfirliti dagskrár, á pdf-formi. Gott er að hlaða skjalinu niður í símann áður en málþingið hefst 😉

Sameiginlegum viðburður í Bratta verður streymt til þeirra sem eru úti á landi eða eiga ekki heimangengt. Öðrum viðburðum á málþinginu verður ekki streymt. Við vonum að þetta falli í góðan jarðveg en bendum á að það jafnast ekkert á við að mæta á staðinn!

Á föstudeginum getið þið fylgst með hér en á laugardeginum hér, ekki er um sömu slóðir að ræða.

Fyrir hverja er málþingið?

Halda áfram að lesa

Opið er fyrir skráningu á Málþing um náttúrufræðimenntun 2017

Opið er fyrir skráningu á Málþing um náttúrufræðimenntun sem fer fram dagana 31. mars og 1. apríl 2017 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð á vegum Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við ýmsa aðila. Skráning fer fram með því að smella hér.

 

Dagskrá

Dagskrá má nálgast hér (uppfært 19.3.2017)

Opið er fyrir skráningu til og með 30. mars. Halda áfram að lesa

Kall eftir efni á Málþing um náttúrufræðimenntun

Kallað er eftir efni á Málþing um náttúrufræðimenntun verður haldið 31. mars og 1. apríl 2017 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð á vegum Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við ýmsa aðila. Lýsing á efni er send inn rafrænt hér: https://goo.gl/forms/KDcUGSdshxuikUW22

Halda áfram að lesa

Mega Menntabúðir

Nú er blásið til MEGA menntabúða með mörgum samstarfsaðilum. Búðirnar verða miðvikudaginn 28. september kl. 16:15 -1 8:15 til að spjalla, segja frá og kynnast nýju fólki. Tilvalið er fyrir náttúrufræðikennara að segja frá samþættum verkefnum, þema- verkefnum, heimildavinnu, nánast hverju sem er sem þið haldið að gagnist öðrum, sérlega ef þau tengjast upplýsingatækni.

Látið endilega sjá ykkur, náttúrufræðikennarar svo og allir kennarar á öllum skólastigum. Sjá auglýsingu og skráningu hér fyrir neðan.

Halda áfram að lesa

Hvað er í fjörunni?

NaNO námskeið


Hvað er í fjörunni? með Kristínu Norðdahl
Farið verður með kennara í fjöru og skoðað það sem fyrir augu ber. Annars vegar verða lífverur skoðaðar frá líffræðilegu sjónarhorni og hins vegar hvernig unnt sé að nálgast fjöruferðir sem þessar á hagnýtan hátt í kennslu með nemendum.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á hagnýta þætti í kennslu og hagnýt vinnubrögð annars vegar og verklegar æfingar án flókinna tækja eða sérstakri tilraunastofu hins vegar.


Sunset in Reykjavik


Hver: Grunnskólakennarar sem koma að náttúrufræðikennslu.
Hvar: Við Ægisíðu við gömlu grásleppuskúrana. Í framhaldi í stofu K-102 í húsnæði MVS HÍ við Stakkahlíð.
Hvenær: Mánudaginn 19. september kl. 13:00-15:30.
Skráning: Skráning fer fram rafrænt hér. Athugið að skráning er bindandi.
Verð: Námskeiðið er kennurum að kostnaðarlausu.


Nánari upplýsingar veitir Ester Ýr esteryj@hi.is.

Nýársferð kennara á vísindaveislu

NaNO við Menntavísindasvið HÍ hvetur til hópferðar kennara á árlega ráðstefnu Association for Science Education (ASE) 6.–9. janúar 2016 í Birmingham í Bretlandi. Ráðstefnan er fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara með fjölbreytt efni sem nýtist í kennslu.

 Hvenær: 6.–9. janúar 2016. Mögulega farið utan degi fyrr og komið heim degi síðar. Halda áfram að lesa

Að loknu málþingi

Málþing um náttúrufræðimenntun var haldið 17. – 18. apríl 2015.  Slík málþing hafa verið haldin að minnsta kosti þrisvar áður.  Að þessu sinni var það haldið að frumkvæði Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) í góðu samstarfi við Samlíf- Samtök líffræðikennara og Félag leikskólakennara. Birgir U. Ásgeirsson fór fyrir undirbúningshópnum og á stóran hlut í framkvæmd málþingsins. Undirbúningshópurinn er afskaplega ánægður með hvernig til tókst. Þátttakan var góð, yfir 120 kennarar af öllum skólastigum, námsefnishöfundar og gestir frá ýmsum stofnunum sem tengjast náttúruvísindum sóttu þingið. Erindi voru fjölbreytt, inngangserindi áhugaverð og dagskrárliður um vísindamiðlun fyrir börn og almenning sérlega ánægjulegur.

Við kunnum Verzlunarskólanum bestu þakkir fyrir móttökurnar, Kennarasambandi Íslands og Menntavísindasviði Háskóla Íslands fyrir stuðninginn, Samtökum áhugafólks um skólarþóun fyrir aðstoðina og síðast en ekki síst öllum þeim fjölmörgu sem lögðu fram krafta sína að segja frá verkefnum, hugmyndum og rannsóknum.