Orkubox

Orkubox er B.Ed verkefni Brynju Stefánsdóttur, það er safn af 15 verklegum æfingum tengdum orku.  Höfundur segir:

Þetta hefti inniheldur verkefni og athuganir til að nota samhliða kennslu um orku. Verkefnin voru búin til með unglingastig í huga og miða að því að nemandinn sé í aðalhlutverki. Þau eru sett upp þannig að nemandi ætti að geta útskýrt hugtök tengt athugun og ástæður þess sem er að gerast hverju sinni, að yfirferð lokinni.

Kennarar ættu að gera nýtt sér þetta safn sem finna má á Skemmu http://hdl.handle.net/1946/18921  þar er bæði kennarahefti og nemendablöð sem eru ítarleg og skemmtilega myndskreytt af Anitu Berglindi Einarsdóttur.

Verklegar æfingar með tölvutengdum mælitækjum

Hér er gluggað í B.Ed. ritgerð Kristín Brynhildur Davíðsdóttir skrifar 2006 um stafræn mælitæki. Ritgerðin heitir „Tölvur í eðlisvísindum: Verklegar æfingar með tölvutengdum mælitækjum fyrir nemendur á unglingastigi.“ Háskólinn á Akureyri Kennaradeild, Lokaritgerð B.Ed. http://skemman.is/handle/1946/334

Stór hluti af ritgerðinni (byrjar bls. 19) eru leiðbeiningar fyrir kennara og nemendur , 12 verklegar æfingar með kennsluleiðbeiningum með ítarupplýsingum um námsefnið sem tengist mælitækinu og verkefnablöðum fyrir nemendur.

 

Halda áfram að lesa