Opið er fyrir skráningu á ráðstefnu um náttúrufræðimenntun 2021

Skráningu á  ráðstefnu um náttúrufræðimenntun sem fer fram á netinu föstudaginn 19. mars kl. 13:00-16:10 og laugardaginn 20. mars kl. 9:00-13:00 er hafin og stendur til 18. mars.   Skráning fer fram með því að smella hér.

Skráningargjaldið er ekkert

Dagskrá

Dagskrá mun birtast  hér þegar nær dregur á slóðinni: http://malthing.natturutorg.is/ .

Aðalfyrirlesarar verða:

Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands: Náttúruvísindi – grunnur að farsælli framtíð.

Professor Nicola Spence, plöntuheilsusérfræðingur, Deild umhverfis, matvæla og dreifbýlis. London, Englandi.

Penny Cobau-Smith, prófessor emeritus og fyrrum forseti Menntavísindadeildar Adrian College (Michigan, USA). Kenndi náttúrufræði í yfir 30 ár framhaldsskóla:  The Essential Value of a Hands-On Science Education: Research, Empirical Evidence and Practical Application.

Bíósýning: Við vekjum athygli á sérstakri bíósýningu í tengslum við ráðstefnuna í Bíó Paradís kl. 15:00 á laugardeginum.  Sýnd verður myndin Eins og málverk, Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor í líffræði við HÍ og Eggert Pétursson listamálari munu kynna myndina á undan sýningunni. Miðaverð 1600 kr.

Fyrir hverja er ráðstefnan?

Ráðstefna er ætluð öllum sem koma að menntun í náttúrufræði- og raunvísindagreinum ásamt örðum áhugasömum. Efni ráðstefnunnar er sniðið að öllum skólastigum. Á ráðstefnunni verður efni frá starfandi kennurum á öllum skólastigum, leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, skólastjórnendum, fræðafólki, fulltrúum atvinnulífsins og öðrum áhugasömum. Með náttúrufræðimenntun er átt við öll svið innan náttúru- og raunvísinda.

Vinsamlega bentu samstarfsfólki og öllum þeim sem kunna að hafa áhuga á ráðstefnunni á að skrá sig.

Nánari upplýsingar veitir Svava Pétursdóttir [email protected] og Haukur Arason [email protected] , hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

#natt2021

Að þinginu standa

Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við:
Félag leikskólakennara
Félag raungreinakennara
Háskólann á Akureyri
NaNO
Náttúrutorg
Samlíf, Samtök líffræðikennara

Kall eftir erindum – Lumar þú á áhugaverðu efni?

Til allra áhugasamra um náttúrufræðikennslu. 19.-20. mars verður rafræn ráðstefna um náttúrufræðimenntun. Er hún ætluð öllum sem fást við náttúrufræðimenntun á öllum skólastigum.
Í skólasamfélaginu eru margir að gera spennandi spennandi hluti í sinni kennslu sem vert væri að segja frá. Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar biðlar til allra bjóða uppá erindi, kynningu eða vinnusmiðju á ráðstefnunni.

Lumar þú á áhugaverðu efni?  Fylltu þá út þetta form fyrir 15.  febrúar  https://forms.gle/qGCYjebZG9c8ESpm9 

2015-04-17 14.20.long

Frá málþingi 2015  – Sjá um fyrri ráðstefnur hér

Spurningum má beina til undirbúningshópsins
Svava Pétursdóttir,  [email protected]
Sólveig Baldursdóttir, [email protected]
Sean Scully, [email protected]
Magnús Hlynur Haraldsson, [email protected]
Kristín Norðdahl, [email protected]
Ingibjörg Stefánsdóttir, [email protected]
Hólmfríður Sigþórsdóttir,  [email protected]
Haukur Arason, [email protected]

http://malthing.natturutorg.is/  #natt2021

 

Hugtakateiknimynd um handþvott

Á twitter deildi Millhousegate þessari mynd frá ASE. Það var ekki eftir neinu að bíða að þýða hana.

 

 

 

 

Í hugtakateiknimyndum (e. concept cartoons) eru sýndar samræður fólks og mismunandi hugmyndir sem fólk kann að hafa um eitthvað fyrirbæri. Þessi mynd varpar fram staðhæfingum um handþvott sem við höfum líklega flest heyrt fólk segja undanfarnar vikur, misréttar að sjálfsögðu. En svona myndir eiga  skapa umræðu þar sem fræðilegar hugmyndir og hugtök eru tengd við daglegt líf.  Þær eru líka fínar til að  kanna skilning á viðfangsefninu, hvaða hugmyndir nemendur hafa um efnið, réttar og rangar.

Helstu talsmenn hugtakateiknimynda leggja til þessi skref:

  • Stutt kynning á verkefninu
  • Nemendur hugsa einslega og ræða í hópum um hvað þeir haldi um það sem fram kemur á myndinni og hvers vegna
  • kennarinn ræðir við nemedur og grípur inní samræður eftir þörfum
  • umræðunum fylgt eftir með verklegri athugun, eða gagnasöfnun
  • samantekt með öllum bekknum til að deila og gagnrýna hugmyndir

Brenda Keogh & Stuart Naylor (1999) Concept cartoons, teaching and learning in science: an evaluation, International Journal of Science Education, 21:4, 431-446, DOI: 10.1080/095006999290642

Í fjarkennslu mætti ræða í rauntíma, skrifa hugmyndir á umræðuþráð eða padlet, og svo leita upplýsinga á neti til að meta sannleiksgildi staðhæfinganna.

Ganglegur bæklingur um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Reykjavíkur um líffræðilega fjölbreytni var unnin af pólitískum stýrihópi sem í sátu kjörnir fulltrúar í umhverfis p og skipulagsráði, Sett var fram stefna sem samyþykkt var i boragarstjor 5. janúar 2016 og er hún fyrsta sinna tegunda herlendis. Í stefnunni er horft til viðfangsefna í stefnu Íslands, alþjóðlegrar stefnummótunar og stefnum annara borga. Aðgerðaráætlun var samþykkt 2017, þar sem t.d. er kveðið á um að í verkefnum borgarinnar sé rýnt í þær út frá sjónarmiðum með líffræðilega fjölbreytni en líka aðgerðir sem fela í sér náttúruvernd, vöktun og rannsóknir.  Í kjölfarið var gefin út þessi bæklingur sem aðgengilegur fyrir alla og kjörið að skoða og vinna með hann í skólum.

Skráning á ráðstefnuna: Vísindi í námi og leik

VÍSINDI Í NÁMI OG LEIK

Laugardaginn 30. mars 2019 verður efnt til ráðstefnunnar Vísindi í námi og leik í samstarfi Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Málþings um náttúrufræðimenntun*. Á ráðstefnunni verður fjallað um nám og kennslu í náttúruvísindum, stærðfræði og tækni, þ.m.t. upplýsingatækni, í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Ráðstefnan er ætluð kennurum og starfsfólki í leik-, grunn-, og framhaldsskólum og sérstaklega er horft til þess að umfjöllunarefni hafi hagnýtt gildi í skólastarfi. Auk aðalfyrirlestra og pallborðsumræðna verða málstofuerindi, vinnustofur og veggspjöld þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að námi og kennslu með sérstakri áherslu á fyrrnefnd viðfangsefni.Upplýsingar um ráðstefnuna má einnig finna á Facebooksíðum MSHA og Náttúrutorgs og á síðu Miðstöðvar skólaþróunar.

Skráning á ráðstefnu

Veggspjald til útprentunar- endilega prentið út og setjið upp í skólum ykkar.

*Að baki Málþings um náttúrufræðimenntun standa ýmis félög og samtök, má þar nefna: Samlíf – samtök líffræðikennara, Félag raungreinakennara, NaNO – Náttúruvísindi á nýrri öld, GERT, RAUN – Rannsóknar-stofu um náttúrufræðimenntun, Flöt – samtök stærðfræðikennara og Félag leikskólakennara. Að auki koma Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild HA að ráðstefnunni.

Vísindi í námi og leik – kall eftir erindum og smiðjum

 

Vísindi í námi og leik

Ráðstefna um menntavísindi á vegum Miðstöðvar skólaþróunar og Málþings um náttúrufræðimenntun verður haldin í Háskólanum á Akureyri laugardaginn
30. mars 2019

Laugardaginn 30. mars 2019 verður efnt til ráðstefnu í samstarfi Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Málþings um náttúrufræðimenntun*. Á ráðstefnunni verður fjallað um nám og kennslu í náttúruvísindum, stærðfræði og tækni, þ.m.t. upplýsingatækni, í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Ráðstefnan er ætluð kennurum og starfsfólki í leik-, grunn-, og framhaldsskólum og sérstaklega er horft til þess að umfjöllunarefni hafi hagnýtt gildi í skólastarfi. Auk aðalfyrirlestra og pallborðsumræðna verða bæði málstofuerindi og vinnustofur þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að námi og kennslu með sérstakri áherslu á fyrrnefnd viðfangsefni.

Málstofuerindi eru 30 mínútur og þar gefst flytjendum tækifæri til þess að segja frá áhugaverðum verkefnum í skólum, skólaþróunarstarfi og/eða rannsóknum á þessu sviði. Vinnustofur eru 60 mínútur, þar er gert ráð fyrir kynningu á tilteknum aðferðum, námsefni og/eða verkfærum og að ráðstefnugestir fái að auki tækifæri til að taka þátt.


Hér með auglýsum við eftir erindum á málstofur og efni fyrir vinnustofur frá leik-, grunn-, framhalds- og háskólakennurum, kennsluráðgjöfum, skólastjórnendum og öðrum áhugasömum um efni ráðstefnunnar.

Einkum er leitað eftir:

  • kynningu á árangursríkum leiðum, aðferðum og verkfærum í daglegu starfi kennara með nemendum,
  • kynningu á árangursríkum þróunarverkefnum,
  • kynningu á nýlegum íslenskum og erlendum rannsóknum,
  • umfjöllun um strauma og stefnur í námi og kennslu náttúrvísinda, stærðfræði og tækni.

Frestur til að senda inn lýsingu á málstofuerindi eða vinnustofu að hámarki 300 orð er til
15. febrúar.

Senda inn ágrip

Svör um samþykki frá ráðstefnuteymi munu berast 22. febrúar.


Nánari upplýsingar veita Laufey Petrea Magnúsdóttir, sími: 4608590, netfang: [email protected] og Brynhildur Bjarnadóttir, sími: 4608586, netfang: [email protected]

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á heimasíðum MSHA – msha.is og á Náttúrutorgi – natturutorg.is og á facebooksíðum MSHA og Náttúrutorgs.


*Að baki Málþings um náttúrufræðimenntun standa ýmis félög og samtök, má þar nefna: Samlíf – samtök líffræðikennara, Félag raungreinakennara, NaNO – Náttúruvísindi á nýrri öld, GERT, RAUN – Rannsóknar-stofu um náttúrufræðimenntun, Flöt – samtök stærðfræðikennara og Félag leikskólakennara. Að auki koma Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild HA að ráðstefnunni.

Náttúra Skagafjarðar – nýr vefur

Nýr fræðsluvefur um náttúru Skagafjarðar var opnaður á Degi íslenskrar tungu. Útgefandi er Háskólinn á Hólum og Sólrún Harðardóttir setti vefinn upp og er höfundur hans.

Þetta er umfangsmikill vefur fyrir krakka, unglinga og áhugasaman almenning. Á vefnum er sagt frá ýmsu sem tengist náttúrunni einkum útfrá jarðfræði, líffræði og landafræði. Umhverfismál eru einnig til umfjöllunar. Auk þess eru sett fram spennandi verkefni þar sem gjarnan er lögð áhersla á athuganir úti í náttúrunni.

Menntabúðir – spil og leikir

Eftir nokkurt hlé ætlum við að blása aftur til menntabúða náttúrufræðikennara.  Búðirnar verða þriðjudaginn 11. desember 15:00-17:00 í Smáraskóla.  Viðburðurinn ætti að henta öllum skólastigum.   Skráning hér

 

Að þessu sinni er þemað spil og leikir í náttúrufræðikennslu, þó getum við rætt hvað sem við viljum þegar við hittumst.  Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur og koma með spil og leiki bæði sem þið hafið þróað sjálf eða ýmis spil og leiki sem þið hafið notað náttúrufræðikennslu. Continue reading