Fimmtudaginn 29. janúar voru haldnar menntabúðir náttúrufræðikennara með aðeins öðruvísi sniði. Menntabúðirnar voru haldnar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ, kennararnir þar tóku á móti um 20 kennurum og sýndu hópnum bygginguna sem er ný og afskaplega vel heppnuð. Alalr raungreinar eru kenndar í svokölluðum klasa sem er afmarkað svæði með líffræðistofu, efnafræðistofu auk almennrar kennslustofu og smærri rýma og gott alrými þar sem nemendur geta dreift úr sér við vinnu og blandast nemendum úr öðrum áföngum.
Kennararnir höfðu líka undirbúið innlegg fyrir hópinn og sýndu stafræn tæki sem þau nýta við verklegar æfingar.
Rafræna smásjá og kennarinn talaði um hve gott sé að geta skoðað saman á skjánum og að geta sent myndir til nemenda að vinna áfram með .
Globisens almæla sem get mælt m.a. sýrustig, hitastig, loftþrýsting og tengjast öðrum tækjum með bluetooth.