Hér er gluggað í B.Ed ritgerð:
Guðmundur Friðgeir Guðmundsson (2006) Úttekt á kennsluefni í náttúrufræði fyrir yngsta stig grunnskólans. Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Lokaritgerð B.Ed. -ritgerð. http://hdl.handle.net/1946/1319
Guðmundur segir vera lítið framboð á námsefni fyrir yngstu nemendurna. Hann talar um bókaflokkin „Komdu og skoðaðu“ þær eru samþættar við samfélagsfræði og kenna megi þær á ýmsa vegu. Hann bendir á að hægt sé að nota bækurnar og sneiða hjá efnisatriðum náttúrufræðinnar :
,,Kennari sem hefur lítinn áhuga eða þekkingu á náttúrufræði getur því auðveldlega fallið í þá gryfju að kenna eingöngu samfélagsþáttinn sem væri miður.. Í óformlegum viðtölum við kennara sem kenna á yngsta stigi grunnskólans og notast við Komdu og skoðaðu bækurnar þá tala þeir gjarnan um það að oft sé farið í gegnum þessar bækur með meiri áherslu á samfélagsþáttinn heldur en náttúruvísindin. Eigin reynsla höfundar af kennslu og starfi í grunnskóla styður þessa skoðun.“
Niðurstaða hans er að farsælla væri að kennslubækur værur annaðhvort samfélagsfræðibækur eða náttúrufræðibækur og kennarar gætu svo samþætt ef þeim sýndist svo.
Nú þurfum við ekki að vera sammála Guðmundi, þeir sem kennt hafa yngri börnum vita að gott er að flétta saman námsgreinum og setja námsefnið í raunverulegt samhengi. Ný aðalnámsskrá virðist auk þess gera ráð fyrir því að unnið sé með námsefni í þemum. Það skilur eftir hættuna á að náttúrufræðin, vísindin sjálf verði á kantinum og fái ekki fullt vægi. Þeim vanda má mæta með ýmsum hætti og er efling þekkingar kennara og traust til að takast á við náttúrufræði fyrsta skrefið að mínu mati. /SP