Nýr fræðsluvefur um náttúru Skagafjarðar var opnaður á Degi íslenskrar tungu. Útgefandi er Háskólinn á Hólum og Sólrún Harðardóttir setti vefinn upp og er höfundur hans.
Þetta er umfangsmikill vefur fyrir krakka, unglinga og áhugasaman almenning. Á vefnum er sagt frá ýmsu sem tengist náttúrunni einkum útfrá jarðfræði, líffræði og landafræði. Umhverfismál eru einnig til umfjöllunar. Auk þess eru sett fram spennandi verkefni þar sem gjarnan er lögð áhersla á athuganir úti í náttúrunni.