Vertu með í skemmtilegu verkefni þar sem nemendur læra líffræði með því að taka myndir og myndskeið, vinna með þau og sýna samnemendum eða öðrum niðurstöður sínar. Myndatökur eru þarna leið til að skrá ákveðin fyrirbæri t.d. mynd af brumi eða blómi eða ákveðin ferli eins og þegar brum springa út eða um efnaskipti gersveppa. Þarna er myndmiðlun notuð til að styðja við nám í líffræði og ætlunin er að nemendur læri mest af vinnuferlinu sjálfu því það er ekki afurðin sjálf eða gæði myndbandsins eða myndanna sem skiptir mestu heldur lærdómurinn sem fæst af vinnu verkefnanna. Ekki er nauðsynlegt að nota flókinn tæknibúnað, hægt er að nota farsíma, spjaldtölvur eða ýmis konar myndavélar. Skoðaðu verkefnið á vefsíðu þess vidubiology.eu þar eru leiðbeiningar og verkefnablöð á íslensku undir content. Hér má sjá myndskeið sem tengist verkefninu: