Menntabúðir NaNO – Námskeið um fugla

Verkefnisstjórar NaNO vekja athygli á námskeiði um FUGLA fyrir starfandi kennara og kennaranema, mánudaginn 23. apríl 2018 kl. 14:30-16:00


Menntabúðir NaNO verða í þetta sinn á formi námskeiðs um fugla.

Grandaskóli hefur verið þátttakandi í Erasmus+ verkefni sl. tvö ár ásamt skólum frá fimm öðrum Evrópulöndum. Verkefnið fékk nafnið Fuglar og markmiðið var að þróa þverfaglegt námsefni í náttúrufræði fyrir nemendur á miðstigi grunnskólans. Helstu viðfangsefni verkefnisins eru fuglaskoðun og rannsóknir á fuglum í sínu náttúrulega umhverfi. Kennslufræðilegur grunnur verkefnisins byggir á rannsóknarvinnu með nemendum í mismunandi náttúrulegu og menningarlegu umhverfi og fjölbreyttri úrvinnslu gagna.

Á þessu stutta námskeiði munu Arngunnur H. Sigurþórsdóttir og Arnheiður Ingimundardóttir kennarar í Grandaskóla segja frá verkefninu og kynna nýtt námsefni sem þær hafa þróað og tilraunakennt ásmat samstarfsskólum verkefnisins í Ungverjalandi, Transilvaníu, Póllandi, Spáni og Þýskalandi.

Kaffiveitingar í boði og að loknu námskeiði fá þátttakendur tilbúið námsefni um fugla, ætlað fyrir kennslu á miðstigi.

Umræður verða í framhaldinu og ríkuleg tækifæri gefast til spurninga.

Athugið að skráning er bindandi. Öllum velkomið að droppa inn!

Skráning hér.

Hverjir: Grunnskólakennarar, kennaranemar og aðrir áhugasamir.
Hvar: Í Grandaskóla, Keilugranda 12, 107 Reykjavík.
Hvenær: Mánudaginn 23. apríl kl. 14:30-16:00.
Verð: Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Umsjón: Ester Ýr Jónsdóttir, verkefnisstjóri NaNO – esteryj (hjá) hi.is