Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands verður á næstu misserum boðið upp á nýtt og spennandi nám fyrir starfandi grunnskólakennara. Um er að ræða diplómanám (15-30e) sem dreifist á 3 misseri og nýtist til meistaragráðu fyrir þá sem vilja. Áhersla er á samvinnu kennara í náminu og kennara á sviðinu að því að efla nám nemenda í náttúrugreinum.
Við skipulag námsins var unnið út frá upplýsingum sem komu fram í svörum við spurningalista sem sendur var í fyrra til kennara sem kenna náttúrugreinar. Námið er útskýrt nánar í meðfylgjandi kynningarblaði.
Með bestu kveðjum og von um að sjá þig í haust
Kristín Norðdahl umsjónarmaður námsins