Ráðstefna um menntun í náttúruvísindum

Kallað er eftir efni á Ráðstefnu um menntun í náttúruvísindum sem verður haldin 14. og 15. apríl 2023 í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Lýsing á efni er sent inn rafrænt hér: https://forms.gle/ecnFxwMaDhkZeShFA 

 

Fyrir hverja er ráðstefnan? 

Ráðstefnan er ætluð öllum sem koma að menntun í náttúrufræði- og raunvísindagreinum ásamt öðrum áhugasömum. Hér með er auglýst eftir efni á ráðstefnuna frá starfandi kennurum á öllum skólastigum, leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, skólastjórnendum, fræðafólki, fulltrúum atvinnulífsins og öðrum áhugasömum. Með menntun í náttúruvísindum er átt við öll svið innan náttúru- og raunvísinda. Efni ráðstefnunnar er sniðið að öllum skólastigum. 

Hvernig efni er kallað eftir? 

Kallað er eftir efni af hvaða tagi sem er sem snýr að náttúrufræðimenntun á hvaða skólastigi sem er sem og menntun náttúrufræðikennara. 

Hvert er formið á efninu? 

Mismunandi form verður á efninu. 

  • Kynningar/erindi; hámark 20 mín. með umræðum. 
  • Ritrýnt erindi; hámark 20 mínútur með umræðum 
  • Málstofur; þrjú samtengd erindi með umræðum, hámark 1 klst. 
  • Smiðjur; vinnustofur þar sem áhersla er lögð á virka þátttöku fólks, hámark 1 klst. 
  • Básar; kynningar á efni tengt náttúrufræðimenntun, með viðveru kynningaraðila. 
  • Veggspjöld; verða til sýnis meðan á málþinginu stendur. 

 Hvernig er unnt að senda inn erindi? 

Lýsing á efni er sent inn rafrænt hér: https://forms.gle/L1AckfmuF2gc6St19 

Frestur til að senda inn erindi er til 1. mars 2023. 

Svör frá málþingsnefnd munu berast fyrir 10. mars 2023. 

Vinsamlega áframsendu bréfið til samstarfsfólks og þeirra sem kunna að hafa áhuga. 

Nánari upplýsingar Svava Pétursdóttir, svavap@hi.is, Haukur Arason, arason@hi.is. 

 

Kall eftir erindum – Lumar þú á áhugaverðu efni?

Til allra áhugasamra um náttúrufræðikennslu. 19.-20. mars verður rafræn ráðstefna um náttúrufræðimenntun. Er hún ætluð öllum sem fást við náttúrufræðimenntun á öllum skólastigum.
Í skólasamfélaginu eru margir að gera spennandi spennandi hluti í sinni kennslu sem vert væri að segja frá. Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar biðlar til allra bjóða uppá erindi, kynningu eða vinnusmiðju á ráðstefnunni.

Lumar þú á áhugaverðu efni?  Fylltu þá út þetta form fyrir 15.  febrúar  https://forms.gle/qGCYjebZG9c8ESpm9 

2015-04-17 14.20.long

Frá málþingi 2015  – Sjá um fyrri ráðstefnur hér

Spurningum má beina til undirbúningshópsins
Svava Pétursdóttir,  svavap@hi.is
Sólveig Baldursdóttir, solveigb@vidistadaskoli.is
Sean Scully, scully@unak.is
Magnús Hlynur Haraldsson, bhs@gmail.com
Kristín Norðdahl, knord@hi.is
Ingibjörg Stefánsdóttir, ingibjorg.stefansdottir@grundaskoli.is
Hólmfríður Sigþórsdóttir,  holmfridur@flensborg.is
Haukur Arason, arason@hi.is

http://malthing.natturutorg.is/  #natt2021

 

Námskeið í náttúrufræðimenntun og stök einingabær námskeið – Haustönn 2018

Mynd: Max Pixel

Næsta skólaár verða í boði tvö námskeið sem eru hluti af viðbótardiplómu í Náttúrufræðimenntun fyrir starfandi grunnskólakennara sem stefnt er að því að bjóða upp á í framhaldinu. Þetta eru námskeiðin Útikennsla og staðtengt nám og Verkleg viðfangsefni í eðlis- og efnafræði. Halda áfram að lesa

NaNO hlaut styrk til eflingar náttúrufræðimenntunar

Nýlega hlaut NaNO styrk að upphæð 3.000.000 kr. úr Rannsóknarsjóði síldarútvegsins fyrir verkefnið NaNO námsefni – Náttúra, nýsköpun og tækni í sjávarútvegi. Meginmarkmið sjóðsins er að efla vöruþróun og markaðsöflun á síldarafurðum. Jafnframt að efla nýsköpun, rannsóknir og fræðslu- og kynningarstarf í sjávarútvegi. Styrkurinn verður nýttur til að semja, prófa og birta á vef námsefni um sjávarútveg sem veki áhuga nemenda með því að fást við nútímaleg viðfangsefni tengd samspili atvinnulífs, vísinda, tækni, náttúru og samfélags. Námsefninu er ætlað að nýtast ólíkum námsgreinum, stuðla að samþættingu þeirra og vinna þvert á greinar, bóklegar og verklegar. Námsefnið er unnið í samvinnu við Hafrannsóknastofnun og Matís.

Frá styrkafhendingu, á myndinni eru frá vinstri: Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, J. Snæfríður Einarsdóttir, HB Granda, Ester Ýr Jónsdóttir, verkefnisstjóri NaNO hjá MVS HÍ, Árni Gunnarsson, Skotta film og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson.

NaNO er verkefni á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og hófst það í september 2013. Markmið NaNO er að efla náttúrufræðimenntun í leik-, grunn- og framhaldsskólum og hafa verkefnisstjórar m.a. unnið að því markmiði með gerð námsefnis fyrir þessi skólastig auk þess að halda námskeið fyrir starfandi kennara og kennaranema, menntabúðir og málþing um náttúrufræðimenntun. Verkefnisstjóri er Ester Ýr Jónsdóttir.

Vel heppnað málþing

Málþing um náttúrufræðimenntun var haldið 31. mars og 1. apríl í Stakkahlíð.  Þingið sóttu vel yfir 100 manns, áhugafólk um náttúrfræðimenntun af öllum skólastigum.  Þessi þing eru mikilvægur vettvangur fyrir þennan hóp að hittast, ræða málin og læra hvert af öðru.  Við getum strax farið að hlakka til 2019 en þá er áætlunin að halda þingið á Akureyri.

Hér fyrir neðan má finna tíst, frá málþinginu.   og myndir á Flickr

/sp

Föstudagslesningin – sú fyrsta á nýju ári

HAPPY NEW YEAR 2011

Verkefnisstjórar NaNO og Náttúrutorgs óska þér gleðilegs árs!

Fyrsta FÖSTUDAGSLESNING ársins er skýrsla um verkefni GERT skólaárið 2015-2016 og við bendum ykkur á að lesa samantektina sem er aftast í skýrslunni en þar greina skólar frá því hvernig samstarfi við fyrirtæki og stofnanir var háttað og margir geta fengið góðar hugmyndir þaðan.

Við minnum á málþing um náttúrufræðimenntun sem haldið verður dagana 31. mars og 1. apríl 2017 og vonumst til að sjá ykkur sem flest þar.

Ef þú ert ekki búin/n að „líka við“ síðu Náttúrutorgs á Facebook þá hvetjum við þig til að gera það hér og einnig að skrá þig á póstlista Náttúrutorgs svo þú missir ekki af tilkynningum um málþing, menntabúðir, námskeið o.fl.

Föstudagslesningin

Ágæti kennari,

Hvaða efni tengt sjávarútvegi tekur þú fyrir með þínum nemendum og með hvaða hætti gerir þú það? Ert þú til í að deila með okkur gagnlegu efni sem þú hefur fundið á netinu? Endilega settu áhugaverðar og gagnlegar slóðir í „ummæli“.

Hér er tiltölulega nýr kennslu- og upplýsingavefur sem nefnist Trillan á síðu Íslenska sjávarklasans.

Óskað er eftir kennurum til að prófa og meta námsefni

Kennurum stendur til boða að prófa verkefnin í kennslu og skila mati á þeim til verkefnisstjóra NaNO – greitt er fyrir vinnuna.

Nokkur verkefni eru komin inn á vef NaNO en unnið er jöfnum höndum að því að koma fleiri verkefnum inn á vefinn.

Hafir þú áhuga á að prófa verkefni í kennslu sendir þú póst á Ester Ýr, esteryj@hi.is.

Athugaðu að þó verkefni séu skráð fyrir ákveðið skólastig er í flestum tilfellum auðvelt að aðlaga þau að öðrum skólastigum.

Listi yfir verkefni (PDF). Vinsamlega tilgreinið kóða þess verkefnis sem þið hafið áhuga á að fá sent til prófunar, t.d. JA1 o.s.frv. Kennarar geta óskað eftir fleiri en einu verkefni til prófunar.

Kveðja frá verkefnisstjórum NaNO

Hagnýt jarðfræði – sýnatökuferð með Snæbirni Guðmundssyni

Þann 13. okt. 2016 fór hópur kennara stuttan leiðangur í nágrenni höfuðborgarinnar að safna jarðfræðisýnum til að nota í kennslu. Hópinn leiddi Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur. Veður var ansi hressandi, hífandi rok og grenjandi rigning!

Í ferðinni var kennurum gert kleift að auðga jarðfræðisýnasafn sinna skóla og þar með stuðla að fjölbreyttari verkefnum í jarðfræðikennslu. Dæmi um sýni sem var aflað eru gjallmolar, þétt og fallegt bólstraberg, hraun og móberg, þetta allra einfaldasta en um leið það mikilvægasta hérna á Íslandi.


Ferðin var farin í kjölfar endurmenntunarnámskeiðs sem haldið var fyrir náttúrufræðikennara í grunnskólum Kópavogs og Mosfellsbæjar.