Ráðstefna um menntun í náttúruvísindum – Skráning og dagskrá

Ráðstefna um menntun í náttúruvísindum verður haldin á Selfossi dagana 14.-15. apríl.
Við byrjum á föstudeginum í Fjölbrautaskóla Suðurlands og höldum svo áfram í glænýjum Stekkjaskóla á laugardagsmorgninum. Þrír aðalfyrirlesarar munu flytja erindi og svo verða styttri samhliða erindi og vinnustofur. Enn er rými fyrir fleiri erindi.

Jafnframt verður ráðstefnunni streymt til skráðra þátttakenda.

Dagskrána má nálgast hér.

Skráning á ráðstefnuna er hér

Þátttökugjald er 5000 kr. og greiðist inná reikning Félags raungreinakennara  reikningsnr. 0536-04-760711 kt. 620683-0279.

Enn er rými fyrir erindi, vinnustofur eða bása.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll og ræða menntun í náttúruvísindum í þaula.

kveðja undirbúningsnefndin

Mynd af vef Stekkjaskóla

Skráning á ráðstefnuna: Vísindi í námi og leik

VÍSINDI Í NÁMI OG LEIK

Laugardaginn 30. mars 2019 verður efnt til ráðstefnunnar Vísindi í námi og leik í samstarfi Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Málþings um náttúrufræðimenntun*. Á ráðstefnunni verður fjallað um nám og kennslu í náttúruvísindum, stærðfræði og tækni, þ.m.t. upplýsingatækni, í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Ráðstefnan er ætluð kennurum og starfsfólki í leik-, grunn-, og framhaldsskólum og sérstaklega er horft til þess að umfjöllunarefni hafi hagnýtt gildi í skólastarfi. Auk aðalfyrirlestra og pallborðsumræðna verða málstofuerindi, vinnustofur og veggspjöld þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að námi og kennslu með sérstakri áherslu á fyrrnefnd viðfangsefni.Upplýsingar um ráðstefnuna má einnig finna á Facebooksíðum MSHA og Náttúrutorgs og á síðu Miðstöðvar skólaþróunar.

Skráning á ráðstefnu

Veggspjald til útprentunar- endilega prentið út og setjið upp í skólum ykkar.

*Að baki Málþings um náttúrufræðimenntun standa ýmis félög og samtök, má þar nefna: Samlíf – samtök líffræðikennara, Félag raungreinakennara, NaNO – Náttúruvísindi á nýrri öld, GERT, RAUN – Rannsóknar-stofu um náttúrufræðimenntun, Flöt – samtök stærðfræðikennara og Félag leikskólakennara. Að auki koma Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild HA að ráðstefnunni.

Vísindi í námi og leik – kall eftir erindum og smiðjum

 

Vísindi í námi og leik

Ráðstefna um menntavísindi á vegum Miðstöðvar skólaþróunar og Málþings um náttúrufræðimenntun verður haldin í Háskólanum á Akureyri laugardaginn
30. mars 2019

Laugardaginn 30. mars 2019 verður efnt til ráðstefnu í samstarfi Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Málþings um náttúrufræðimenntun*. Á ráðstefnunni verður fjallað um nám og kennslu í náttúruvísindum, stærðfræði og tækni, þ.m.t. upplýsingatækni, í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Ráðstefnan er ætluð kennurum og starfsfólki í leik-, grunn-, og framhaldsskólum og sérstaklega er horft til þess að umfjöllunarefni hafi hagnýtt gildi í skólastarfi. Auk aðalfyrirlestra og pallborðsumræðna verða bæði málstofuerindi og vinnustofur þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að námi og kennslu með sérstakri áherslu á fyrrnefnd viðfangsefni.

Málstofuerindi eru 30 mínútur og þar gefst flytjendum tækifæri til þess að segja frá áhugaverðum verkefnum í skólum, skólaþróunarstarfi og/eða rannsóknum á þessu sviði. Vinnustofur eru 60 mínútur, þar er gert ráð fyrir kynningu á tilteknum aðferðum, námsefni og/eða verkfærum og að ráðstefnugestir fái að auki tækifæri til að taka þátt.


Hér með auglýsum við eftir erindum á málstofur og efni fyrir vinnustofur frá leik-, grunn-, framhalds- og háskólakennurum, kennsluráðgjöfum, skólastjórnendum og öðrum áhugasömum um efni ráðstefnunnar.

Einkum er leitað eftir:

  • kynningu á árangursríkum leiðum, aðferðum og verkfærum í daglegu starfi kennara með nemendum,
  • kynningu á árangursríkum þróunarverkefnum,
  • kynningu á nýlegum íslenskum og erlendum rannsóknum,
  • umfjöllun um strauma og stefnur í námi og kennslu náttúrvísinda, stærðfræði og tækni.

Frestur til að senda inn lýsingu á málstofuerindi eða vinnustofu að hámarki 300 orð er til
15. febrúar.

Senda inn ágrip

Svör um samþykki frá ráðstefnuteymi munu berast 22. febrúar.


Nánari upplýsingar veita Laufey Petrea Magnúsdóttir, sími: 4608590, netfang: laufey@unak.is og Brynhildur Bjarnadóttir, sími: 4608586, netfang: brynhildurb@unak.is

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á heimasíðum MSHA – msha.is og á Náttúrutorgi – natturutorg.is og á facebooksíðum MSHA og Náttúrutorgs.


*Að baki Málþings um náttúrufræðimenntun standa ýmis félög og samtök, má þar nefna: Samlíf – samtök líffræðikennara, Félag raungreinakennara, NaNO – Náttúruvísindi á nýrri öld, GERT, RAUN – Rannsóknar-stofu um náttúrufræðimenntun, Flöt – samtök stærðfræðikennara og Félag leikskólakennara. Að auki koma Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild HA að ráðstefnunni.

Vel heppnað málþing

Málþing um náttúrufræðimenntun var haldið 31. mars og 1. apríl í Stakkahlíð.  Þingið sóttu vel yfir 100 manns, áhugafólk um náttúrfræðimenntun af öllum skólastigum.  Þessi þing eru mikilvægur vettvangur fyrir þennan hóp að hittast, ræða málin og læra hvert af öðru.  Við getum strax farið að hlakka til 2019 en þá er áætlunin að halda þingið á Akureyri.

Hér fyrir neðan má finna tíst, frá málþinginu.   og myndir á Flickr

/sp

Ekki gleyma að skrá þig!

Opið er fyrir skráningu til og með 30. mars. Skráning fer fram með því að smella hér.

Skráningargjaldið er 4.000 kr., í því felast allir viðburðir í dagskrá og kaffiveitingar. Greiðsluseðill verður sendur í netbanka. Skráning er bindandi.

Dagskrá

Efni málþings – Ágrip og lýsingar efnis á málþinginu.

Dagskrá málþings – Yfirlit dagskrár á pdf-formi (uppfært 29.3.2017).

Málþingsbæklingur – Ágrip og lýsingar efnis á málþinginu ásamt yfirliti dagskrár, á pdf-formi. Gott er að hlaða skjalinu niður í símann áður en málþingið hefst 😉

Sameiginlegum viðburður í Bratta verður streymt til þeirra sem eru úti á landi eða eiga ekki heimangengt. Öðrum viðburðum á málþinginu verður ekki streymt. Við vonum að þetta falli í góðan jarðveg en bendum á að það jafnast ekkert á við að mæta á staðinn!

Á föstudeginum getið þið fylgst með hér en á laugardeginum hér, ekki er um sömu slóðir að ræða.

Fyrir hverja er málþingið?

Halda áfram að lesa

Opið er fyrir skráningu á Málþing um náttúrufræðimenntun 2017

Opið er fyrir skráningu á Málþing um náttúrufræðimenntun sem fer fram dagana 31. mars og 1. apríl 2017 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð á vegum Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við ýmsa aðila. Skráning fer fram með því að smella hér.

 

Dagskrá

Dagskrá má nálgast hér (uppfært 19.3.2017)

Opið er fyrir skráningu til og með 30. mars. Halda áfram að lesa

Kall eftir efni á Málþing um náttúrufræðimenntun

Kallað er eftir efni á Málþing um náttúrufræðimenntun verður haldið 31. mars og 1. apríl 2017 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð á vegum Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við ýmsa aðila. Lýsing á efni er send inn rafrænt hér: https://goo.gl/forms/KDcUGSdshxuikUW22

Halda áfram að lesa