Hér er gluggað í B.Ed. ritgerð Kristín Brynhildur Davíðsdóttir skrifar 2006 um stafræn mælitæki. Ritgerðin heitir „Tölvur í eðlisvísindum: Verklegar æfingar með tölvutengdum mælitækjum fyrir nemendur á unglingastigi.“ Háskólinn á Akureyri Kennaradeild, Lokaritgerð B.Ed. http://skemman.is/handle/1946/334
Stór hluti af ritgerðinni (byrjar bls. 19) eru leiðbeiningar fyrir kennara og nemendur , 12 verklegar æfingar með kennsluleiðbeiningum með ítarupplýsingum um námsefnið sem tengist mælitækinu og verkefnablöðum fyrir nemendur.
Nú eru stafræn mælitæki ekki til í mörgum skólum og í rannsókn minni komst ég að því að margir náttúrufræðikennarar vissu ekki allir af tilveru þeirra né notkunarmöguleikum í náttúrufræðikennslu. Kennsluleiðbeiningarnar í þessari ritgerð eru ágætis lesefni til að fá hugmyndir um hvernig stafræn mælitæki megi nota í kennslu.
En tæknin breytist stöðugt og það nýjasta í þessum málum er að hægt er að tengja tækin við spjaldtölvur og vinna með gögnin sem safnað er í þeim. (Sjá t.d. á heimasíðu Pasco. eða A4). Öll þessi tæki kosta náttúrulega sitt en hafa óneitanlega möguleika á að útvíkka verklegar æfingar. Ég kynntist svona tækjum í mínu kennaranámi og var alveg heilluð, þegar ég svo loks fór að kenna var upphafskostnaðurinn talinn í hundruðum þúsunda og ég þrýsti ekki á þau innkaup. Nú aftur á móti er hægt að byrja með minni tilkostnaði og myndi ég líklega gera það núna og jafnvel í samstarfi við næstu skóla því ljóst er að þetta eru tæki sem eru ekki í notkun á hverjum degi og mætti alveg samnýta.
/Svava