Verkefnastjórar

Svava Pétursdóttir

Svava Pétursdóttir er stofnandi torgsins, hún er dósent á Menntavísindasviði og vinnur að eflingu náttúrufræðimenntunar.

Hún kenndi í grunnskólum í 15 ár og lengst af náttúrufræði. Árið 2012 lauk hún doktorsnámi frá Háskólanum í Leeds. Rannsókn hennar „Using ICT in lower secondary science education in Iceland“ fjallar um notkun á upplýsingatækni við náttúrfræðikennslu í efri bekkjum grunnskóla.

Netfang: [email protected]

Símar: 8681923 eða 5255364

Fyrrum verkefnastjórar Náttúrutorgs

Ester Ýr Jónsdóttir

Ester Ýr Jónsdóttir er verkefnastjóri hjá Náttúrutorgi og við MVS HÍ frá 1. september 2013.  Ester Ýr er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, lauk Cand. Scient. í lífefnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla 2005 og diplóma í kennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands 2006.  Hún kenndi við FSu 2005-2013 og var formaður Samlífs – Samtaka líffræðikennara 2010-2015.

Birgir Ásgeirsson

Birgir U. Ásgeirsson starfaði hjá Menntavísndasviði HÍ sem verkefnastjóri NaNO og hjá Náttúrutorgi árin 2013-2016. Hann hefur setið í stjór Félags raungreinakennara um árabil.

Hafdís Ragnarsdóttir starfaði sem verkefnastjóri á Menntavísindasviði í eflingu náttúrfræði með áherslu á menntun til sjálfbærni veturinn 2013-2014. Hún hafði þá starfað sem grunnskólakennari í 34 ár og kennt á öllum skólastigum þó lengst á miðstigi.

Margrét Júlía Rafnsdóttir starfaði sem verkefnastjóri á Menntavísindasviði í eflingu náttúrfræði með áherslu á menntun til sjálfbærni vetrunar 2012-2014. Margrét Júlía starfaði sem grunnskólakennari um árabil, hafði kennt öllum aldurshópum, en aðallega náttúrufræði á unglingastigi.

Skildu eftir svar