Svava Pétursdóttir er stofnandi torgsins, hún er lektor á Menntavísindasviði og vinnur að eflingu náttúrufræðimenntunar.
Hún kenndi í grunnskólum í 15 ár og lengst af náttúrufræði. Árið 2012 lauk hún doktorsnámi frá Háskólanum í Leeds. Rannsókn hennar „Using ICT in lower secondary science education in Iceland“ fjallar um notkun á upplýsingatækni við náttúrfræðikennslu í efri bekkjum grunnskóla.
Hafa samband: svavap@hi.is
Símar 8681923 eða 5255364
Ester Ýr Jónsdóttir er verkefnastjóri hjá Náttúrutorgi og við MVS HÍ frá 1. september 2013. Ester Ýr er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, lauk Cand. Scient. í lífefnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla 2005 og diplóma í kennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands 2006. Hún kenndi við FSu 2005-2013 og var formaður Samlífs – Samtaka líffræðikennara 2010-2015.
Hafa samband: esteryj@hi.is
Sími: 869 6367
Birgir U. Ásgeirsson starfaði hjá Menntavísndasviði HÍ sem verkefnastjóri NaNO og hjá Náttúrutorgi árin 2013-2016. Birgir er framhaldsskólakennari í eðlisfræði og starfar nú hjá Menntaskólanum í Reykjavík.
Hafdís Ragnarsdóttir starfaði sem verkefnastjóri á Menntavísindasviði í eflingu náttúrfræði með áherslu á menntun til sjálfbærni veturinn 2013-2014. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari í 34 ár og kennt á öllum skólastigum þó lengst á miðstigi. Hafdís hefur starfað í verkefnanefnd, Skóla á grænni grein eða Grænfánans, hjá Landvernd frá 2005.
Árið 1980 lauk hún BEd gráðu frá KHÍ með valgreinarnar líffræði og eðlisfræði.
Árið 2002 lauk hún meistaraprófi í umhverfisfræði frá HÍ.
Árið 2012 lauk hún viðbótarnámi í náttúrfræði fyrir starfandi grunnskólakennara.
Hafdís hefur unnið verkefni fyrir grunnskóla um sjálfbærni fyrir Námsgagnastofnun.
BEd. Lokaverkefni 1980: Umhverfisfræðsla í íslenskum skyldunámsskólum.
MSc. lokaverkefni 2002: Framkvæmd umhverfisstefnu í einum grunnskóla.
Margrét Júlía Rafnsdóttir starfaði sem verkefnastjóri á Menntavísindasviði í eflingu náttúrfræði með áherslu á menntun til sjálfbærni vetrunar 2012-2014.
Margrét Júlía lauk B.ed próf frá KHÍ 1985 með líffræði og samfélagsfræði sem sérgreinar og meistaraprófi í umhverfisfræði frá HÍ árið 2002. Lokaverkefni fjallaði um umhverfisfræðslu, samninga, lög og reglugerðir þar að lútandi. Margrét Júlía starfaði sem grunnskólakennari um árabil, hefur kennt öllum aldurshópum, en aðallega náttúrufræði á unglingastigi. Jafnframt hefur hún verið stundakennari í náttúrufræði og umhverfismennt við KHÍ, starfað sem ritstjóri í náttúrufræði hjá Námsgagnastofnun og sinnt fræðslu og ráðgjöf til skóla um umhverfismál ofl. Margrét Júlía hefur skrifað námsefni í náttúrufræði, umhverfisfræði og mannréttindum, m.a. handbókina Ein jörð fyrir alla um ókomna tíð, Kynfræðsluvefinn www.barnasattmali.is, er einn af höfundum Heimurinn minn og verkefni um sjálfbærni ásamt Hafdísi Ragnarsdóttur.