Náttúrutorg er verkefni sem var sett af stað vorið 2011 Í Reykjanesbæ af Svövu Pétursdóttur með styrk frá Náttúruverndasjóð Pálma Jónssonar og Sprotasjóð (sjá N-Torg). Markmið Náttúrutorgs var að
- Að auka nýtingu upplýsingatækni í náttúrufræðikennslu
- Að auka samstarf milli náttúrufræðikennara
- Að skapa gagnabanka náttúrufræðikennara
- Að auka fagþekkingu kennara
- Að auka kennslufræðilega þekkingu kennara og getu þeirra til að takast á við verklega kennslu, útikennslu, vettvangsferðir og að nýta upplýsingatækni í sinni kennslu
Menntavísindasvið Háskóla Íslands fjármagnaði verkefnstjórnun torgsins frá desember 2012 til desember 2015. Ýmis hafa komið að starfsemi torgsins með einum eða öðrum hætti. Sjá:
- Verkefnastjórar.
- Science Plaza – Professional development in an online habitat
Kynning Svövu á Náttúrutorginu á Nordisk Research Symposium on Science Education
Faghópur Náttúrutorgs
Að baki Náttúrutorgi stendur faghópur Náttúrurtorgsins. Síðast var skipað í hópinn árið 2024 og sátu í honum:
- Edda Elísabet Magnúsdóttir, lektor á Menntavísindasviði HÍ
- Kristín Norðdahl, dósent á Menntavísindasviði HÍ
- Svava Pétursdóttir, lektor á Menntavísindasviði HÍ
- Martin Jónas B. Swift, verkefnastjóri á Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ og meistaranemi
- Þormóður Logi Björnsson, aðstoðarskólastjóri á Vesturlandi
- Helga Snæbjörnsdóttir, kennari á Höfuðborgarsvæðinu
- Sigrún Edda Halldórsdóttir, kennari á Höfuðborgarsvæðinu
- Grétar Halldórsson, kennari á Höfuðborgarsvæðinu
- Gauti Eiríksson, kennari á Höfuðborgarsvæðinu
- Laufey Sveinsdóttir, kennari á Austurlandi
- Ester Ýr Jónsdóttir, kennari á Suðurlandi
- Maríanna Sigurbjargardóttir, kennari á Vesturlandi
- Þorbjörg Ólafsdóttir, kennari á Norðulandi