Innlendir viðburðir
Oft en óreglulega standa ólíkir aðilar fyrir ýmsum námskeiðum. Starfsþróun Menntavísindasviðs er rekin í gegnum Nýmennt og gott er líka að vera skráður á póstlista Náttúrutorgs en við auglýsum bæði okkar námskeið og ýmislegt annað.
Málþing um náttúrufræðimenntun er tvíæringur, haldinn að vori á oddatöluárum, með áherlsu á miðlun rannsókna, verkefna, og annarra atriða sem snerta náttúruvísindakennara.
Menntaveislan LÆRT er ráðstefna fyrir kennara sem koma að kennslu raunvísinda- og tæknigreina (STEM) með áherslu á tengslamyndun, miðlun hugmynda og reynslu, og starfsþróun í anda Science on Stage Festival.
Samlíf – Samtök líffræðikennara standa yfirleitt fyrir námskeiðum á vorin og eru dugleg að auglýsa ýmsa viðburði og námskeið sem geta gagnast líffræðikennurum. Fylgist endilega með Facebook-hópi samtakanna.
Félag raungreinakennara stendur líka fyrir námskeiðum, undanfarið i samvinnu við endurmenntun HÍ.
Erlendir viðburðir
Science on Stage Festival menntahátíðin er tvíæringur, haldin á sléttum árum. Stýrihópur Science on Stage Ísland velur fulltrúa til að taka þátt á Science on Stage Festival í desember á oddatöluárum að undangengnu umsóknarferli um haustið.
Samtök náttúruvísindakennara í Bretlandi, Association of Science Education (ASE), standa fyrir árlegri ráðstefnu, oftast haldin í janúar, í mismunandi borgum. Þar má finna erindi og sýningar fyrir öll skólastig, auk vinnustofa sem henta kennurum.
Bandarísku náttúruvísindakennslusamtökin, National Science Teaching Association (NSTA), standa fyrir ýmsum viðburðum og árlegri ráðstefnu.
Luma miðstöðin stendur fyrir LUMAT, árlegri alþjóðlegri ráðstefnu undir lok vors/byrjun sumars. Dagskráin er á ensku, bæði eru fyrirlestrar og vinnustofur, og ekkert ráðstefnugjald.
Evrópsk samtök menntavísindafólks í náttúruvísindum, European Science Education Research Association (ESERA), stendur fyrir ráðstefnu annað hvert ár. Mikil áhersla á fræðilegar rannsóknir og kynningar niðurstaðna rannsókna.
Norræna rannsóknarráðstefnan um náttúruvísindakennslu, Nordiskt Forskarsymposium om Undervisning i Naturvitenskap (NFSUN), stendur fyrir ráðstefnu þriðja hvert ár. Helsta áherslan er á að kynna niðurstöður rannsókna.