Náttúrufræðikennarar á vesturlandi hittust sl. föstudag á Haustþingi Kennarafélags Vesturlands.
Rætt var samstarf hópsins. Fundarmenn voru sammála um að það væri mikilvægt að hitta aðra sem væru að kenna sama fag og ákveðið var að stefna að því að hittast tvisvar á önn. Næst í Menntaskólanum í Borgarnesi fimmtudaginn 20. nóvember kl 17:30.
Með samstarfi í svona hóp er svo margt sem kemur til greina. Það hefur sýnt sig í svona hópum að það að mynda tengsl við kennara í næstu skólum er dýrmætt, það auðveldar kennurum að hafa samband í næstu skóla eftir að hafa hist á umræðufundum. Samráð getur líka verið í formi menntabúða þar sem kennarar segja frá góðum kennsluhugmyndum og aðferðum, hvort sem það eru verklegar æfingar eða hvers kyns viðfangsefni. Kennara hafa líka haft á orði að það gefi þeim tækifæri til að íhuga eigin kennslu hætti að ræða við aðra og geta speglað sig í þeirra reynslu og kennsluháttum.
Stofnaður var Facebookhópur til að skapa vettvang fyrir samskipti innan hópsins og eru kennarar hvattir til að ganga í hópinn og bjóða öðrum náttúrufærðikennurum á Vesturlandi í hópinn. Á sama tíma er rétt að beina umræðum og fyrirspurnum um kennslu náttúrugreina í hópnn Náttúrufræðikennarar sem telur nú yfir 300 meðlimi.
Jafnframt munu verkefnastjórar um eflingu náttúrufræðimenntunar við Menntavísindasvið vera hópnum innan handar við skipulagningu viðburða.
Með samstarfskveðju, Svava, Ester Ýr og Birgir