Norrænt verkefnasafn í náttúrufræði fyrir leikskóla

Á síðu Náttúrutorgs er að finna ýmis verkefnasöfn, í flestum tilfellum er um að ræða efni sem starfandi kennarar hafa sent okkur til að aðrir kennarar geti nýtt sér.

Nú hefur bæst við nýtt efni sem Menntavísindastofnun gefur út hér á landi, Norrænt verkefnasafn í náttúrufræði fyrir leikskóla. Í inngangi segir:

Markmiðið með þessum verkefnum er að hvetja til og styðja við náttúrufræðinám í leikskólum. Efnið er byggt á sameiginlegu norrænu þróunarverkefni um náttúrufræðimenntun leikskólakennara sem hófst árið 2011 (Læring av naturfagbegreper hos barnehagebarn: Nordisk studiemodul for førskolelærerutdanningen (NATGREP)).

Verkefnið var fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni (Nordplus) og vinnuveitendum þátttakenda og tilgangurinn var að efla þverfaglegt vísindasamstarf um náttúrufræði. Einnig var stefnt að því að auka gæði leikskólastarfs og styrkja menntun leikskólakennara á Norðurlöndum.

Bæði háskólakennarar og starfsfólk ýmissa leikskóla hafa verið fulltrúar Dana, Finna, Íslendinga, Norðmanna og Svía í samstarfinu um námsefnið. Leikskólakennaranemar tóku einnig þátt í því að prófa það. Á grundvelli samræðna um rannsóknir og prófanir á verkefnunum sem gerðar höfðu verið í hinum ýmsu leikskólum varð til fræðilegur grunnur að því hvernig væri best að styðja náttúrufræðistarf í leikskólum (sjá nánar í Sortland et al., 2017). Á grunni þessa efnis unnu leikskólakennaranemar í vettvangsnámi sínu að ýmiss konar náttúrufræðiverkefnum. Þau verkefni voru síðan greind og rökrædd í samstarfshópnum.

Vísindi í námi og leik – kall eftir erindum og smiðjum

 

Vísindi í námi og leik

Ráðstefna um menntavísindi á vegum Miðstöðvar skólaþróunar og Málþings um náttúrufræðimenntun verður haldin í Háskólanum á Akureyri laugardaginn
30. mars 2019

Laugardaginn 30. mars 2019 verður efnt til ráðstefnu í samstarfi Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Málþings um náttúrufræðimenntun*. Á ráðstefnunni verður fjallað um nám og kennslu í náttúruvísindum, stærðfræði og tækni, þ.m.t. upplýsingatækni, í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Ráðstefnan er ætluð kennurum og starfsfólki í leik-, grunn-, og framhaldsskólum og sérstaklega er horft til þess að umfjöllunarefni hafi hagnýtt gildi í skólastarfi. Auk aðalfyrirlestra og pallborðsumræðna verða bæði málstofuerindi og vinnustofur þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að námi og kennslu með sérstakri áherslu á fyrrnefnd viðfangsefni.

Málstofuerindi eru 30 mínútur og þar gefst flytjendum tækifæri til þess að segja frá áhugaverðum verkefnum í skólum, skólaþróunarstarfi og/eða rannsóknum á þessu sviði. Vinnustofur eru 60 mínútur, þar er gert ráð fyrir kynningu á tilteknum aðferðum, námsefni og/eða verkfærum og að ráðstefnugestir fái að auki tækifæri til að taka þátt.


Hér með auglýsum við eftir erindum á málstofur og efni fyrir vinnustofur frá leik-, grunn-, framhalds- og háskólakennurum, kennsluráðgjöfum, skólastjórnendum og öðrum áhugasömum um efni ráðstefnunnar.

Einkum er leitað eftir:

  • kynningu á árangursríkum leiðum, aðferðum og verkfærum í daglegu starfi kennara með nemendum,
  • kynningu á árangursríkum þróunarverkefnum,
  • kynningu á nýlegum íslenskum og erlendum rannsóknum,
  • umfjöllun um strauma og stefnur í námi og kennslu náttúrvísinda, stærðfræði og tækni.

Frestur til að senda inn lýsingu á málstofuerindi eða vinnustofu að hámarki 300 orð er til
15. febrúar.

Senda inn ágrip

Svör um samþykki frá ráðstefnuteymi munu berast 22. febrúar.


Nánari upplýsingar veita Laufey Petrea Magnúsdóttir, sími: 4608590, netfang: laufey@unak.is og Brynhildur Bjarnadóttir, sími: 4608586, netfang: brynhildurb@unak.is

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á heimasíðum MSHA – msha.is og á Náttúrutorgi – natturutorg.is og á facebooksíðum MSHA og Náttúrutorgs.


*Að baki Málþings um náttúrufræðimenntun standa ýmis félög og samtök, má þar nefna: Samlíf – samtök líffræðikennara, Félag raungreinakennara, NaNO – Náttúruvísindi á nýrri öld, GERT, RAUN – Rannsóknar-stofu um náttúrufræðimenntun, Flöt – samtök stærðfræðikennara og Félag leikskólakennara. Að auki koma Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild HA að ráðstefnunni.

Náttúra Skagafjarðar – nýr vefur

Nýr fræðsluvefur um náttúru Skagafjarðar var opnaður á Degi íslenskrar tungu. Útgefandi er Háskólinn á Hólum og Sólrún Harðardóttir setti vefinn upp og er höfundur hans.

Þetta er umfangsmikill vefur fyrir krakka, unglinga og áhugasaman almenning. Á vefnum er sagt frá ýmsu sem tengist náttúrunni einkum útfrá jarðfræði, líffræði og landafræði. Umhverfismál eru einnig til umfjöllunar. Auk þess eru sett fram spennandi verkefni þar sem gjarnan er lögð áhersla á athuganir úti í náttúrunni.

Menntabúðir – spil og leikir

Eftir nokkurt hlé ætlum við að blása aftur til menntabúða náttúrufræðikennara.  Búðirnar verða þriðjudaginn 11. desember 15:00-17:00 í Smáraskóla.  Viðburðurinn ætti að henta öllum skólastigum.   Skráning hér

 

Að þessu sinni er þemað spil og leikir í náttúrufræðikennslu, þó getum við rætt hvað sem við viljum þegar við hittumst.  Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur og koma með spil og leiki bæði sem þið hafið þróað sjálf eða ýmis spil og leiki sem þið hafið notað náttúrufræðikennslu. Halda áfram að lesa

Viltu vinna á Náttúruminjasafni Íslands?

Hér að neðan má sjá auglýsingu eftir safnakennara í Náttúruminjasafn Íslands.  Hér er greinilega tækifæri til að móta starfið, hvernig og hvaða fræðslu hópar þar með taldir skólahópar, munu fá á safninu.

http://nmsi.hi.is/

Störf safnkennara við Náttúruminjasafn Íslands eru laus til umsóknar

Náttúruminjasafn Íslands vill ráða tvo safnkennara til að sjá um fræðslu og leiðsögn fyrir hópa á sýningu safnsins Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni í Öskjuhlíð og á fleiri sýningum.
Halda áfram að lesa

Námskeið í náttúrufræðimenntun og stök einingabær námskeið – Haustönn 2018

Mynd: Max Pixel

Næsta skólaár verða í boði tvö námskeið sem eru hluti af viðbótardiplómu í Náttúrufræðimenntun fyrir starfandi grunnskólakennara sem stefnt er að því að bjóða upp á í framhaldinu. Þetta eru námskeiðin Útikennsla og staðtengt nám og Verkleg viðfangsefni í eðlis- og efnafræði. Halda áfram að lesa

Færð þú mikilvægar tilkynningar?

Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá tilkynningar um námskeið og aðra viðburði á vegum Náttúrutorgs og tengdum aðilum

* fylla þarf í þessa reiti



Snið tölvupósts


Menntabúðir NaNO – Námskeið um fugla

Verkefnisstjórar NaNO vekja athygli á námskeiði um FUGLA fyrir starfandi kennara og kennaranema, mánudaginn 23. apríl 2018 kl. 14:30-16:00


Menntabúðir NaNO verða í þetta sinn á formi námskeiðs um fugla.

Grandaskóli hefur verið þátttakandi í Erasmus+ verkefni sl. tvö ár ásamt skólum frá fimm öðrum Evrópulöndum. Verkefnið fékk nafnið Fuglar og markmiðið var að þróa þverfaglegt námsefni í náttúrufræði fyrir nemendur á miðstigi grunnskólans. Halda áfram að lesa