Náttúra Skagafjarðar – nýr vefur

Nýr fræðsluvefur um náttúru Skagafjarðar var opnaður á Degi íslenskrar tungu. Útgefandi er Háskólinn á Hólum og Sólrún Harðardóttir setti vefinn upp og er höfundur hans.

Þetta er umfangsmikill vefur fyrir krakka, unglinga og áhugasaman almenning. Á vefnum er sagt frá ýmsu sem tengist náttúrunni einkum útfrá jarðfræði, líffræði og landafræði. Umhverfismál eru einnig til umfjöllunar. Auk þess eru sett fram spennandi verkefni þar sem gjarnan er lögð áhersla á athuganir úti í náttúrunni.

Menntabúðir – spil og leikir

Eftir nokkurt hlé ætlum við að blása aftur til menntabúða náttúrufræðikennara.  Búðirnar verða þriðjudaginn 11. desember 15:00-17:00 í Smáraskóla.  Viðburðurinn ætti að henta öllum skólastigum.   Skráning hér

 

Að þessu sinni er þemað spil og leikir í náttúrufræðikennslu, þó getum við rætt hvað sem við viljum þegar við hittumst.  Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur og koma með spil og leiki bæði sem þið hafið þróað sjálf eða ýmis spil og leiki sem þið hafið notað náttúrufræðikennslu. Continue reading

Viltu vinna á Náttúruminjasafni Íslands?

Hér að neðan má sjá auglýsingu eftir safnakennara í Náttúruminjasafn Íslands.  Hér er greinilega tækifæri til að móta starfið, hvernig og hvaða fræðslu hópar þar með taldir skólahópar, munu fá á safninu.

http://nmsi.hi.is/

Störf safnkennara við Náttúruminjasafn Íslands eru laus til umsóknar

Náttúruminjasafn Íslands vill ráða tvo safnkennara til að sjá um fræðslu og leiðsögn fyrir hópa á sýningu safnsins Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni í Öskjuhlíð og á fleiri sýningum.
Continue reading

Námskeið í náttúrufræðimenntun og stök einingabær námskeið – Haustönn 2018

Mynd: Max Pixel

Næsta skólaár verða í boði tvö námskeið sem eru hluti af viðbótardiplómu í Náttúrufræðimenntun fyrir starfandi grunnskólakennara sem stefnt er að því að bjóða upp á í framhaldinu. Þetta eru námskeiðin Útikennsla og staðtengt nám og Verkleg viðfangsefni í eðlis- og efnafræði. Continue reading

Færð þú mikilvægar tilkynningar?

Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá tilkynningar um námskeið og aðra viðburði á vegum Náttúrutorgs og tengdum aðilum

* fylla þarf í þessa reiti



Snið tölvupósts


Menntabúðir NaNO – Námskeið um fugla

Verkefnisstjórar NaNO vekja athygli á námskeiði um FUGLA fyrir starfandi kennara og kennaranema, mánudaginn 23. apríl 2018 kl. 14:30-16:00


Menntabúðir NaNO verða í þetta sinn á formi námskeiðs um fugla.

Grandaskóli hefur verið þátttakandi í Erasmus+ verkefni sl. tvö ár ásamt skólum frá fimm öðrum Evrópulöndum. Verkefnið fékk nafnið Fuglar og markmiðið var að þróa þverfaglegt námsefni í náttúrufræði fyrir nemendur á miðstigi grunnskólans. Continue reading

Menntabúðir NaNO – Vísindavaka

Náttúrufræðikennrarnir Margrét Hugadóttir og Dögg Lára Sigurgeirsdóttir taka á móti okkur í Langholtsskóla og kynna námsefnið Vísindavöku. Námsefnið samanstendur af kennslumyndböndum, kennsluleiðbeiningum og tillögum að námsmati.

Markmið Vísindavöku eru að nemendur verði færir til að tjá sig um vísindalegt ferli og geti beitt orðinu „breyta“. Verkefnið er ætlað nemendum í 6.-10. bekk og getur verið endurtekið árlega. Continue reading

Hvað er breyta?

Opnuð hefur verið vefsíðan http://visindavaka.natturutorg.is/.

Vísindavaka er áhugavekjandi verkefni ætlað nemendum á miðstigi og unglingastigi. Markmið námsefnisins eru að nemendur þjálfist í að vinna eftir ferli vísinda, geti beitt hugtakinu „breyta“ og að nemendur geti útskýrt athugun á vísindalegan hátt.

Í verkefninu sem tekur um 8-10 40 mínútna kennslustundir hanna nemendur eigin samanburðartilraun, fylgja ferli vísinda og bjóða yngri nemendum á vísindasýningu, hina eiginlegu Vísindavöku þar sem þeir kynna verkefni sín og sýna listir sínar.

Náttúrufræðikennarar eru hvattir til að nota efnið og er öllum frjálst að nota og aðlaga námsefnið að sínum þörfum.

Á síðunni eru þrjár kennslumyndir sem eru 3-6 mínútur á lengd en þær eru Ferli vísindaBreyta og Hvað er Vísindavaka. Að auki má finna ítarlegar kennsluleiðbeiningar fyrir kennara með tillögum að námsmati og námsleiðbeiningar fyrir nemendur.

Að verkefninu standa Margrét Hugadóttir og Ingibjörg Hauksdóttir náttúrufræðikennarar. Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, náttúrufræðikennari sá um upptökur og klippingu, Krista Hall, grafískur hönnuður myndskreytti og Ævar Þór Benediktsson og Urður Heimisdóttir sáu um leik.  Útgáfa verkefnisins var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna og er hýst hjá Náttúrutorgi