Náttúruvísindi á nýrri öld (NaNO) er verkefni sem snýr að eflingu raungreina í grunn- og framhaldsskólum. Í verkefninu er sérstaklega litið til framtíðar á tækni og vísindi 21. aldar.
Hluti verkefnisins er að útbúa gagnabanka með viðfangsefnum sem endurspegla vísindi og tækni framtíðar. Megináhersla er á valin viðfangsefni sem ætlað er að vekja áhuga ungs fólks á raunvísindum og tækni og gera kennurum kleift að vinna með þau.
Aðrir þættir snúa meðal annars að menntabúðum fyrir starfandi náttúrufræði-/raunvísindakennara, auknu samstarfi milli skólastiga og kennara ásamt símenntunarnámskeiðum.
Verkefnið er innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og fór af stað haustið 2013 með ráðningu tveggja verkefnisstjóra, þeirra Birgis U. Ásgeirssonar (2013-2016) og Esterar Ýrar Jónsdóttur (2013-).
Verkefnastjórar eru Ester Ýr Jónsdóttir (esteryj@hi.is) og Svava Pétursdóttir (svavap@hi.is).
Vinna NaNO hópsins er styrkt af Aldarafmælissjóði HÍ, Þróunarsjóði námsgagna, Kennslumálasjóði HÍ, Endurmenntunarsjóði grunnskóla, Vinum Vatnajökuls og Félagi síldarútgerða, Rannsóknasjóði síldarútvegsins og Landsvirkjun.
Skýrsla NaNO um mat á námskeiðinu Náttúruvísindi á 21. öld
Fréttabréf NaNO