Næsta skólaár verða í boði tvö námskeið sem eru hluti af viðbótardiplómu í Náttúrufræðimenntun fyrir starfandi grunnskólakennara sem stefnt er að því að bjóða upp á í framhaldinu. Þetta eru námskeiðin Útikennsla og staðtengt nám og Verkleg viðfangsefni í eðlis- og efnafræði.
Umsóknarferli: Sótt er um námið rafrænt á vef Háskóla Íslands, www.hi.is. Smellið á Sækja um nám efst til hægri á síðunni og sláið inn umbeðnar upplýsingar á næstu síðum. Veljið síðan leiðina Menntunarfræði leik- og grunnskóla, viðbótardiplóma og kjörsviðið: kennslufræði og skólastarf. Þá eru námskeiðin Útikennsla og staðtengt nám og Verkleg viðfangsefni í eðlis- og efnafræði valin.
Umsóknarfrestur er til 5. júní 2018.
Sjá nánari lýsingu á náminu í Skólavörðunni (bls. 52-53).
Nánari upplýsingar veitir Kristín Norðdahl – knord (hjá) hi.is
Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands er einnig boðið upp á stök einingabær námskeið á haustmisseri 2018.
Námskeiðin eru ætluð þeim sem hafa lokið hafa bakkalárgráðu á þeim fræðasviðum sem Menntavísindasvið menntar.
Ekki þarf að vera innritaður í nám við Háskóla Íslands til að geta skráð sig í þessi námskeið en þau eru samt sem áður metin til eininga sé þeim lokið með tilskildum árangri.
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2018.
Skráningargjald er 55.000 kr. Greiðsla staðfestir umsóknina og þarf að berast í síðasta lagi 15. júlí 2018.
Hér eru nokkur þeirra námskeiða sem eru í boði (hér má nálgast allan listann):
- SNU004M Rannsóknir og þróun í náttúrufræðimenntun 5e
- SNU003F Útikennsla og staðtengt nám 5e
- TÓS001M Staðtengd útimenntun 10e SUMAR (kennt í ágúst)
- UME102F Fræðslustarf, nýsköpun og atvinnulíf 10e
- LVG102M Tónlist og heilinn 10e
- KME203F Þróun stærðfræðihugmynda ungra barna 10e
- SSF104F Undirbúningur fyrir stærðfræðigreiningu 5e
- SSF101F Kynning og upplýsingatækni 5e
- SNU501M Algebra og strjál stærðfræði 10e
Skráning fer fram hér
Stundatöflur deilda á Menntavísindasviði eru hér
Nánari upplýsingar veitir Ásdís Hrefna Haraldsdóttir – asdish (hjá) hi.is