[Námskeið] Hvert hlaupa þörungar?

Einstakt tækifæri fyrir grunn- og framhaldsskólakennara á Íslandi. Dr. Ira Levine forseti Algae Foundation og prófessor við University of Southern Maine kemur til landsins í tengslum við ráðstefnuna Strandbúnaður. Hann ætlar að bjóða kennurum hér á landi upp á námskeið, þeim að kostnaðarlausu, um þörunga í samstarfi við NaNO, Náttúrutorg, Menntavísindastofnun og Matís.

Hvenær: 20. mars 2019, kl. 15:00-17:00

Hvar: Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík

Hverjir: Grunn- og framhaldsskólakennarar

Skráning: Skráðu þig hér – ekki hugsa þig tvisvar um!

Námskeiðið, sem fer fram á ensku, er sniðið að og hentar kennaranemum og kennurum á öllum stigum grunnskóla sem og framhaldsskóla.

Primary Goal: Increase k-12 STEM-based knowledge and skill sets focusing on poor, minority and immigrant students.

Secondary Goal: Upgrade and increase skills of science teachers in grade, middle and high schools.

Outcomes: Enhance student retention and graduation rates and produce more collegiate STEM majors. Support the establishment of a pool of STEM candidate applicants supporting a science-based economy.

The idea is to build stronger skills to help students stay in school, become more engaged, and build science knowledge that would follow the educational journey to increase scientists in our local communities and beyond.

The training is about the Algae and our world, how it affects our lives, the biology of it, growing it, measuring how fast it grows, design your own algae., and find out about what everyday products use algae. Algae to eat, algae as medicine, algae in paints, puddings, plastics, etc. We will include the use of several different types of microscopes, the beginnings of the scientific method, the wonders of science, Algae in Space. Green polar bears have algae, Blue Icebergs have algae, and the volcanic eruption in Hawaii has algae.

„Take a Deep Breath, Thank the Algae“

Dr. Levine hefur unnið í 33 ár við hagnýtar og grunnrannsóknir í sameindalíffræði, lífeðlisfræði, vistfræði og ræktun þörunga, eldisstýringu og uppbyggingu eldis. Hann hefur m.a. komið að ræktun í sjó og vötnum í Kanada, Kína, Indónesíu, Japan, Malasíu, Filippseyjum og Bandaríkjunum. Núverandi áherslur eru á ræktun þörunga sem fóðurbætiefni fyrir eldi á sjó og landi, fæðubótaefni, sérhæfð efni og lífeldsneyti.

Dr. Levine er forseti Algae Foundation, sem hefur þróað námsefni til að styðja við menntun tæknifólks og sérfræðinga innan þörungageirans. Meðal þess er gjaldfrjálst námsefni á netinu, Algal MOOC. Hann hefur auk þess þróað kennsluefni fyrir börn og unglinga og vill nú miðla því efni hér á Íslandi.

http://thealgaefoundation.org/K-12_initiative.html