Menntabúðir NaNO – Tilraunir með rafmagn og segulmagn

Haukur Arason, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands tekur á móti okkur í stofu K202 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Menntabúðirnar fjalla að þessu sinni um eðlisfræðitilraunir, verklegar athuganir um rafmagn og segulmagn fyrir nemendur á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi grunnskóla.

Haukur mun sýna nokkrar einfaldar tilraunir og einnig gefa þátttakendum tækifæri á að prófa nokkrar tilraunir. Þátttakendur eru hvattir til að deila með sér reynslu af árangursríkum verklegum æfingum í eðlisfræði en einnig koma með spurningar við atriðum sem eru að vefjast fyrir þeim.

Umræður verða í framhaldinu og ríkuleg tækifæri gefast til spurninga.

Athugið að skráning er bindandi. Öllum velkomið að droppa inn!  Skráning hér:

Hverjir: Grunnskólakennarar og aðrir áhugasamir.
Hvar: Í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. 105 Reykjavík.
Hvenær: Miðvikudaginn 26. apríl kl. 15:15-17:15.
Verð: Menntabúðir eru kennurum að kostnaðarlausu.

Umsjón: Ester Ýr Jónsdóttir, verkefnisstjóri NaNO – esteryj@hi.is