Ákveðið hefur verið að gefa í og fjölga menntabúðum næstu mánuði. Bætt hefur verið við menntabúðum um lífheiminn, loftlagsbreytingar, grunnþáttinn sjálfbærni og lífríkið. Með þessari viðbót er ætlunin að höfða einnig til náttúrufræðikennara á miðstigi grunnskólans. Umsjón með þessum menntabúðum hefur Hafdís Ragnarsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjórar á Menntavísindasviði HÍ.
Sem fyrr er áherslan á að deila hugmyndum og reynslu um verkefni og viðfangsefni sem eru margreynd og virka í kennslu. Auglýst er eftir innleggjum frá þátttakendum en skipuleggjendur tryggja ávallt að á dagskrá sé nóg af áhugaverðum framlögum.
Dagskrá menntabúða Náttúrutorgs má nálgast í heild sinni hér.