Í dag er málstofa þar sem fjallað verður um börn og notkun stafrænna miðla sjá nánar á http://menntavisindastofnun.hi.is/born_og_notkun_stafraenna_midla_heima_og_i_nyskopunarsmidjum_eda_gerverum_e_makerspaces
Sem þátttakandi í þessu verkefni hef ég verið að lesa um maker spaces sem ég ætla að sinni að kalla gerver. Ekki þarf að lesa lengi til að sjá miklar tengingar við raungreinar ýmiskonar. Á BETT í janúar mátti t.d. sjá mikla kynningu frá Microsoft á gerverum og þeir tala um Hacking STEM, en gerver eru einnig kölluð Hacker spaces og STEM stendur fyrir Science, technology, engineering and math (náttúruvísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði).
Á sýningunni mátti sjá verkefni þar sem hönnun, forritun og náttúruvísind mætast. Vindhraðamæla úr pappaglösum, sögrörum og Arduino smátölvum, allt tengt svo við viðbót í Microsoft Excel þannig að gögn sem safnað var með þessum „heimagerðu“ vindmælum voru flutt yfir í Excel þar sem vinna má með þau. Ánægjulegu fréttirnar eru líka þær að viðbótin í Excel er fríkeypis, rétt eins og leiðbeiningar og kennsluáætlanir með þessu verkefni og öðrum. Þarna sá ég líka jarðskjálftahermi og gerfihönd.
/Svava Pétursdóttir
Bakvísun: Skrafað í skýinu