Miðvikudaginn 26. febrúar stóð Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun fyrir hádegispjalli. Þetta var fyrsti viðburðurinn í röð viðburða þessa vorönnina.
Hafþór Guðjónsson reið á vaðið með erindi sem hann kallaði Læsi á náttúrufræðitexta – máttur málkerfa.
Læsi á náttúrufræðitexta Í erindinu leitar Hafþór í smiðju James Paul Gee sem heldur því fram að námsárangur í skóla sé fyrst og fremst undir því kominn hve viljugir og hve hæfir nemendur eru að tileinka sér málkerfi vísindanna (akademískt tungutak) því tök á slíkum málkerfum fela í sér vísindalegan skilning á hlutum og fyrirbærum.
Hér að neðan má nálgast upptöku af spjallinu (virkar ekki í spaldtölvum né öllum vöfrum) eða beinn tengill hér sem virkar á flestum stöðum):