Námskeiðið Hvað segja rannsóknir um náttúrufræðimenntun er eitt af þeim sem boðið er uppá núna í vor við Menntavísindasvið, bæði er hægt að taka námskeiðið með og án eininga.
Fjallað verður um rannsóknir á náttúrufræðimenntun, bæði erlendis og hér á landi er varða náttúrufræðinám, kennslu og skólastarf.
Fjallað verður um rannsóknir á hugmyndum barna og þróun þessara hugmynda, rannsóknir á verklegri kennslu og aðstæðubundnu námi, rannsóknir á áhrifum náttúrufræðináms á þroska barna, rannsóknir á þætti tungumáls og menningar í náttúrufræðinámi, rannsóknir á viðhorfum og áhuga á náttúrufræði, rannsóknir á kynjamun í náttúrufræðinámi, rannsóknum á upplýsinga- og tölvutækni í náttúrufræðimenntu, rannsóknir á námsmati í náttúrufræði, rannsóknir á náttúrufræðinámi ungra barna og starfendarannsóknir í náttúrufræðimenntun.
1. staðlota: 19. janúar, mán. 9-16.
2. staðlota: 20.-21. febrúar, fös-lau. 9-16.
3. staðlota: 13.-14. mars, fös-lau. 9-16.
4. staðlota: 10 og 17. apríl
Mætingarskylda lágmark 80% af heildartímanum. Þátttakendum úti á landi og víðar er gert kleift að taka þátt í gegnum Netið og er slík mæting tekin til jafns við mætingu á staðinn.
Skráning með einingum
Þetta námskeið er hægt að taka án þess að fá einingar. Það kostar þá 40 000,- og þeir sem hyggjast sækja það með þeim hætti skrá sig hér
Þessi texti er frá http://menntavisindastofnun.hi.is/starfsthroun/stok_einingabaer_namskeid_a_voronn_2015