Hugtakateiknimynd um handþvott

Á twitter deildi Millhousegate þessari mynd frá ASE. Það var ekki eftir neinu að bíða að þýða hana.

 

 

 

 

Í hugtakateiknimyndum (e. concept cartoons) eru sýndar samræður fólks og mismunandi hugmyndir sem fólk kann að hafa um eitthvað fyrirbæri. Þessi mynd varpar fram staðhæfingum um handþvott sem við höfum líklega flest heyrt fólk segja undanfarnar vikur, misréttar að sjálfsögðu. En svona myndir eiga  skapa umræðu þar sem fræðilegar hugmyndir og hugtök eru tengd við daglegt líf.  Þær eru líka fínar til að  kanna skilning á viðfangsefninu, hvaða hugmyndir nemendur hafa um efnið, réttar og rangar.

Helstu talsmenn hugtakateiknimynda leggja til þessi skref:

  • Stutt kynning á verkefninu
  • Nemendur hugsa einslega og ræða í hópum um hvað þeir haldi um það sem fram kemur á myndinni og hvers vegna
  • kennarinn ræðir við nemedur og grípur inní samræður eftir þörfum
  • umræðunum fylgt eftir með verklegri athugun, eða gagnasöfnun
  • samantekt með öllum bekknum til að deila og gagnrýna hugmyndir

Brenda Keogh & Stuart Naylor (1999) Concept cartoons, teaching and learning in science: an evaluation, International Journal of Science Education, 21:4, 431-446, DOI: 10.1080/095006999290642

Í fjarkennslu mætti ræða í rauntíma, skrifa hugmyndir á umræðuþráð eða padlet, og svo leita upplýsinga á neti til að meta sannleiksgildi staðhæfinganna.