Nemendur á námskeiðinu Kennslufræði lífvísinda við Menntavísindasvið HÍ heimsóttu Grasagarð Reykjavíkur og áttu ánægjulega og fróðlega stund. Björk Þorleifsdóttir fræðslufulltrúi tók á móti okkur og talaði um garðinn, starfsemina þar og sýndi okkur verkefni sem útbúin hafa verið og kennarar geta fengið lánuð í heimsóknum eða fengið leiðsögn fræðslufulltrúa. Garðurinn er stór og margt sem hægt er að skoða og notfæra sér til kennslu. Vefsíða Grasagarðs Reykjavíkur gefur líka mikið af upplýsingum. Grasagarðurinn stendur fyrir fjölbreyttri fræðslu fyrir almenning árið um kring og vert er að fylgjast með síðu þeirra á Facebook til að missa ekki af áhugaverðum viðburðum.
Tekið er á móti skóla-, vinnustaða- og félagahópum allan ársins hring eftir samkomulagi. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Hildi í síma 411-8650 virka daga kl. 9-15 eða á botgard@reykjavik.is
Myndir úr heimsókninni: