GERT: Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni

Starfshópur á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtök iðnaðarins standa fyrir verkefninu GERT: Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni.  Á menntadegi iðnaðarins þann 25. janúar var kynnt bakgrunnsskýrsla og aðgerðaráætlun verkefnisins.
Efni skýrslunnar byggir á fyrri rannsóknum: úr PISA könnunum, TALIS rannsókn, Vilja og veruleika ofl.

Í aðgerðaráætluninni eru sett fram fjögur lykilmarkmið:

  • samráð og ákvarðanartaka á grundvelli rannsókna og gagna
  • aukinn áhugi og þekking nemenda á möguleikum raunvísinda og tækni
  • aukin hæfni kennara og bættir starfsþróunar- og símenntunarmöguleikar í raunvísindum og tækni
  • fjölbreyttir kennsluhættir og tengsl við atvinnulíf

Markmið þessi eru í miklu samræmi við markmið Náttúrutorgs. Kennarar eru hvattir til að kynna sér verkefnið og koma hugmyndum, tillögum eða  athugasemdum um framgang þess til nýráðins verkefnastjóra verkefnisins Brynju Dís Björnsdóttur (brynjadisb(hja)gmail.com) eða til Svövu Pétursdóttur (svavap(hja)hi.is) sem sitja mun í samstarfsvettvangi um verkefnið.

Skildu eftir svar