Sjávarklassinn vinnur að verkefni sem miðar að því að efla meðvitund og vekja áhuga á sjávarútvegi hjá nemendum í 10. bekk í grunnskóla.
Skólar geta haft samband við Sjávarklasann og óskað eftir kynningu en hún er skólum að kostnaðarlausu. Af vef Sjávarklasans:
Kynningin samanstendur af stuttu ágripi af sögu íslensks sjávarútvegs, sérstöðu Íslands, helstu fiskategundir og framleiðsluferlinu, en í því felst svo miklu meira en flestir gera sér grein fyrir. Sagt er frá þeim hátækniiðnaði sem sjávarútvegurinn er í dag og hinar ýmsu starfstéttir sem tengjast honum á mismunandi hátt. Einnig er bent á bæði beinar og óbeinar námsleiðir tengdar greininni og krökkunum sýnd taska sem er stútfull af hinum ýmsu aukaafurðum úr fiskinum sem fáir vita að eru framleiddar á Íslandi. Markmiðið er því að gera þeim grein fyrir hversu víðfeðm áhrif sjávarútvegurinn hefur á okkar samfélag og hversu flottur iðnaður hann er.
Sjá nánar um verkefnið hér.