Lífríkið og útikennsla.

Nú er vorið komið og sumarið handan við hornið. Síðustu menntabúðir þessa vetrar verða fimmtudaginn 22. maí kl. 14:30-16:30 í Sæmundarskóla. Tilvalið er að smella sér og fá hugmyndir sem nýst gætu úti með nemendum núna á vordögum. Að þessu sinni verða tvær vanar konur með innlegg en allar hugmyndir einnig vel þegnar.  Skráning og nánari upplýsingar hér. 

Málstofa 21. maí

RAUN- Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun  fær góða gesti miðvikudaginn 21. maí  kl.15:00-17:00 í stofu H101 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Þeir Brant G. Miller frá Háskólanum í Idaho og Joel Donna frá Háskólanum í Minnesota koma og verða með erindi um tvö verkefni tengd náttúrufræðimenntun. Ágripin má finna á ensku hér að neðan. Allir velkomnir Halda áfram að lesa

Menntabúðir um verklega kennslu

Núna í vor hafa náttúrufræðikennarar rætt í Facebookhóp sínum að þörf sé á að hittast og skiptast á þekkingu og hugmyndum um verklega kennslu. Í framhaldi af því hafa verið skipulagðar svokallaðar menntabúðir sem byggjast á framlagi og þátttöku þeirra sem mæta.
Þrjár búðir eru áætlaðar í mars, apríl og maí, um verklega kennslu í eðlis og efnafræði og líffæðina úti.
Allar nánari upplýsingar má finna hér

Frá vinnustofu um einfaldar æfingar í efnafræði nóvember 2011

Námskeið fyrir kennara: Samfélagsmiðlar, álitamál og þátttaka í lýðræði

Samfélagsmiðlar, álitamál og þátttaka í lýðræði

 Stutt lýsing á námskeiðinu

Samskipti fara fram í síauknum mæli á samfélagsmiðlum af ýmsu tagi (t.d. Facebook, Twitter, spjallþráðum fjölmiðla). Það að mynda sér skoðanir á málefnum líðandi stundar og tjá sig um þau á opinberum vettvangi má telja einn þátt í lýðræðisþáttöku.

Á námskeiðinu Samfélagsmiðlar, álitamál og þátttaka í lýðræði verður m.a. fjallað um hvað þátttaka í lýðræði feli í sér í nútíma samfélagi. Kynnt verður fjölbreytt úrval samfélagsmiðla, kostir þeirra og gallar. Skoðað verður hvernig kennarar geta nýtt samfélagsmiðla með nemendum sínum til að safna saman upplýsingum og rökrætt á skipulegan hátt um ýmis álitamál. Það álitamál sem kennarar glíma við á námsskeiðinu er hvernig megi nýta samfélagsmiðla til að fjalla um álitamál svo vel fari í skóla, hverjir gætu verið kostir og gallar við slíka kennsluhætti. Einnig veltum við fyrir okkur í hverju undirbúningur kennarans þarf að felast og hvernig þannig kennsla er best framkvæmd.

Hvar – hvernig

Þátttakendur munu hittast fjórum sinnum, tvo klukkutíma í senn í skólum á höfuðborgarsvæðinu. (23., 30. janúar og 13., 20. febrúar kl. 16:00-18:00). Ætlast er til virkrar þátttöku á samfélagsmiðlum þess á milli. Einnig er þess vænst að kennarar prófi vinnubrögðin með nemendum sínum og íhugi hvernig það gekk að nýta samfélagsmiðla með hópnum.. Kennarar munu sjálfir velja sér viðfangsefni sem fellur að því námsefni sem þeir eru að kenna.

Námskeiðið er hluti af starfsemi Pestalozzi áætlunar Evrópuráðsins og umsjón hefur Dr. Svava Pétursdóttir, verkefnastjóri Náttúrutorgs.

 Hverjir

Námskeiðið er miðað við þá sem kenna náttúrufræði og samfélagsfræði í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum.

 Kostnaður

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

 Skráning:

Skráning HÉR.