
Á Kennarakvikunni er að finna ýmislegar bjargir. Þar er t.a.m. sérstök síða fyrir náttúruvísindakennslu með undirsíðum fyrir skólastigin frá leikskóla upp í framhaldsskóla. Þar eru einnig nokkur verefnasöfn fyrir samhangandi söfn verkefna sem tengjast að efnistökum eða eðli.
Síður á Kennarakvikunni má flokka og eru sér flokkar fyrir efni í náttúruvísindum almennt (yfirleitt eru þetta verkefni á yngri stigum þar sem náttúvísindin eru ekki tekin fyrir í undirgreinum), auk eðlisfræði, efnafræði, og líffræði. Eins eru flokkar fyrir skólastigin: leikskólastig, yngsta stig, miðstig, unglingastig, og framhaldsskólastig.
Eins er þar að finna yfirlitssíðu yfir hæfniviðmið náttúrugreina úr aðalnámsskrá grunnskóla. Hvert hæfniviðmið er með undirsíðu þar sem hægt er að miðla og sjá verkefnahugmyndir, námsefni og ítarefni fyrir kennara.
Verkefni og keppnir
Við kennslu náttúruvísinda getur verið gagnlegt að bjóða nemendum upp á ýmis verkefni og keppnir sem nemendur hafa gagn og gaman af.
Eldri bjargir af vef Náttúrutorgs
Eftirfarandi efni á líklega best heima á Kennarakvikunni en hefur ekki enn verið fært yfir. Endilega sýnið því biðlund og hafið samband ef þið hafið lagt hendur á árar og komið einhverju af þessu efni á þann verkvang (eða takið eftir að einhver hafi þegar gert það).