Menntaveislan LÆRT 2025

Dagana 13.-15. nóvember verður LÆRT 2025 — nýr viðburður fyrir lærdómssamfélag raunvísinda- og tæknigreinakennara — haldinn í Borgarnesi. Viðburðurinn er innblásinn af Science on Stage Festival þar sem kennarar deila verklegum hugmyndum, aðferðum og
kennsluverkefnum sem snúa að STEM-menntun.

    Markmið LÆRT er að bjóða upp á vettvang þar sem kennarar geta myndað tengsl, miðlað reynslu, og þróað sig í starfi.

    Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á STEM-menntun, og sérstakur þáttur verður val á verkefnum sem gætu átt erindi á næsta Science on Stage Festival árið 2026.

    Sjá nánar á heimasíðu LÆRT og skráið ykkur hér.

    Í vetur mun STEM Ísland svo standa fyrir vefstofum sem tengjast LÆRT og við biðjum kennara að svara þessari könnun svo hægt sé að mæta þörfum kennara sem best viðframkvæmd vefstofanna.