Söluaðilar búnaðar.

Þessar upplýsingar eru einungis til hægðarauka fyrir kennara. Fyrirtækin hafa ekki styrkt þennan vef að neinu leiti og er raðað eftir stafrófsröð. Ekki er hér lagt neitt mat á gæði þjónustu eða framboð af vörum, en í sumum tilvikum hafa kennarar bent á þessa aðila.

A4 eða gamla skólavörubúðin hefur lengst af selt vörur til verklegrar kennslu. Hér er tengill beint á náttúrufræðigögn efni, áhöld, smásjár ofl.

Bara gaman selur sjálflýsandi reimar og skýjalugtir

Brew  selur amk fína stafræna hitamæla

Bræðurnir Ormson hafa selt sjónauka og smásjár.

Byko, í hóp náttúrufræðikennara var bent á að fá mætti talíur hjá þar en einnig hjá Ellingsen.

Cetus, vörur fyrir rannsóknarstofur, ma. ætiduft.

DISTICA (áður Gróco)  sérhæft í tækjum og rekstrarvöru fyrir rannsóknastofur. Okkar tengiliður þar er Guðjón gudjon(hja)distica.is

Handverkshúsið eru með vefverslun og eru víst liðleg að panta fyrir fólk líka það sem ekki er til. Seglar, verkfæri, vírar.

Íhlutir selja íhluti í rafmagn. þeir ku útbúa nemendasett til að búa til morstæki og magnara eins og lýst er í bókinni Rafmagn.

Landspítalinn, þar er okkur sagt að á sýkladeild megi fá tilbúnar petrískálar með æti, best sé að hringja og fá samband frá skiptiborði.

Matís, þar hafa líka fengist tilbúnar petrískálar með æti.

Medor Rannsóknarvörudeild.  Petri skálar ofl. rannsóknarvörur Guðjón Guðjóns hefur verið kennurum liðlegur (ágúst 2015)

Miðbæjarradíó  selur ýmiskonar rafmagnsvörur

Parlogis, heilsutengdar vörur, ma. ætiduft.

Slikkerí  ýmsar vörur m.a. sítrónusýra.

Sjónaukar selja stjörnusjónauka, sjónauka til fuglaskoðunar og smásjár.

Svínvirkar ku selja brjóstholslíffæri, og netfangið hjá tengiliðnum er/var gudrun(hjá)svinvirkar.is

Tölvulistinn selur handsmásjár.

Verkfæralagerinn seglar

Vísindabúðin var rekin af Olafur Orn Palmarsson Finetti, best að hafa bara beint samband við hann hvað hann eigi á lager eða geti útvegað.

Örverudeild HÍ í Ármúla, selur tilbúnar petrískálar með æti.

Erlendar síður sem mælt hefur verið með

Ari Ólafsson hefur safnað saman lista yfir framleiðendur tækja til kennslu í eðlisfræði

Þormóður Logi mælti með (Mjög sáttur við verð og þjónustu hjá þessum aðila) : The teacher source

Stórt safn frá NSTA 

Mælt með af kollega frá Háskólanum í Leeds:

Timstar – http://www.timstar.co.uk/ – International deliveries OK

Better Equipped – http://betterequipped.co.uk – Please contact us to discuss any international delivery requirements

SciChem – http://www.scichem.net – International deliveries OK

Philip Harris – http://www.philipharris.co.uk – International deliveries OK

Nýjustu meðmæli segja að gott sé að panta áhöld á Aliexpress.

Tannhjól með perum

2 thoughts on “Söluaðilar búnaðar.

  1. Pingback: Hafið – orkubúr framtíðar – Verkefnið í fullri lengd | Náttúruvísindi á nýrri öld - NaNO

  2. Pingback: Rafmagn og seglar á hraðferð | Náttúrutorg

Skildu eftir svar