Verkefni og keppnir

Á þessari síðu er tekin saman helstu verkefni og keppnir sem á einhvern hátt tengjast viðfangsefnum náttúrugreina, hvort sem þetta er fyrir einstaklinga, bekki eða skóla.

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn árlega 16. september. Á Kennarakvikunni er síða með björgum fyrir síða með björgum. Þar má m.a. finna efni frá Landvernd og Námsgagnastofnun.

Grænfáninn  Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi.  Þetta verkefni er fyrir heila skóla, þeir vinna sjö stig og sækja svo um að vera grænfánaskóli. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.

Lego forritunarkeppnin miðar að því að vekja áhuga grunnskólanema á tæknihönnun og forritun. Í mörgum skólum hefur hún verið á höndum náttúrufræðikennarans.

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er haldin árlega fyrir 5., 6. og 7. bekk, umsóknarfrestur er 12 apríl ár hvert.

Varðliðar umhverfisins er verkefnasamkeppni grunnskólabarna í 5. til 10. bekk þar sem hópar nemenda vinna verkefni sem fjalla um „umhverfismál í víðum skilningi og hafa jákvæð áhrif á hegðun og viðhorf til umhverfisins, innan skólans og utan.“ Að samkeppninni standa Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landvernd og Miðstöð útivistar og útináms.

Vistheimt með skólum er langtímaverkefni um vistheimt og mikilvægi hennar við að endurheimta landgæði, líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr loftslagsbreytingum. Landvernd sér um verkefnið og vinnur það í samstarfi við Landgræðslu ríkisins með grunn- og framhaldsskólum.

Verkefni sem er óvíst með stöðu á þegar þetta er ritað

GERT er verkefni sem snýst snýst um að auka áhuga nemenda á raunvísindum og tækni, verkmenntun og störfum sem þeim tengjast. Verkefnstjóri var starfandi 2018 og gert skólar og gert fyrirtæki voru í samskiptum.

Boxið er framkvæmdakeppni framhaldsskólana. Markmiðið með keppninni er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði en hér á landi er verulegur skortur á tæknimenntuðu fólki. Haldið síðast 2018

Scroll to Top