Náttúruvísindi á 21. öld

GSS208F; Náttúruvísindi á 21. öld

10 e námskeið kennt á vorönn 2014 (kennarar af vettvangi geta valið að taka færri einingar)

Nýtt og spennandi námskeið þar sem kynnst verður nýjustu tækni og vísindum með tengingu við stofnanir og fyrirtæki á Íslandi.

Námskeiðið er ætlað kennurum á unglingastigi í grunnskólum og kennurum í framhaldsskólum.

Hver lota stendur yfir í 3 vikur. Farið verður í valin þverfagleg viðfangsefni úr vísindastarfi með áherslu á framtíðina. Viðfangsefni tengjast námi og kennslu í grunn- og framhaldsskólum og eiga að þjálfa kennara í að taka við spurningum frá nemendum um nýjustu tækni og vísindi.

Námskeiðið byggist á lestri greina í fag- og vísindatímaritum um nýjungar í náttúruvísindum, kynningum fluttum af vísindamönnum og samnemendum, og vinnu verkefna. Einnig verða heimsóttir staðir þar sem kynnt verða verkefni á Íslandi, bæði rafrænt og í raun.

Nemi velur lokaverkefni, bæði form og inntak, í samráði við umsjónarkennara.

Námskeiðinu er skipt í 8 sjálfstæða hluta þar sem mismunandi viðfangsefni verða tekin fyrir. Hver hluti eru 2 einingar.

Starfandi kennurum er boðið upp á að taka eins fáa eða eins marga hluta og þeir vilja, allt frá einum upp í 8.

Kennt er á mánudags- og þriðjudagseftirmiðdögum kl.13:30 – 16:30 í Stakkahlíð.

Nánari upplýsingar í kennsluskrá.

Efni (drög) Dagsetningar
Upphafsfundur:
Í fyrstu fer fram kynning á námskeiðinu, uppbyggingu þess og námsmati.  Nemendur og kennarar ræða saman.
Mánudagur 6. janúar. Allir mæta.
Nanótækni:
Við skoðum hvernig nanótækni tengist í okkar daglega líf í framtíðinni og hvaða möguleika Ísland og heimurinn hafa á þessu sviði í framtíðinni, t.d. hvað varðar lyf, tölvur og orkuframleiðslu.
Mánudagana 13. janúar, 20. janúar og 27. janúar
Líftækni:
Líftækni er örtvaxandi grein.  Við skoðum hvaða möguleika líftækni býður upp á og kynnumst rannsóknum á sviði líftækni á Íslandi.
Þriðjudagana 14. janúar, 21. janúar og 28. janúar
Hafið:
Dæmi um viðfangsefni: Fiskimið, súrnun sjávar, hlýnun sjávar, breytingar á hafstraumum o.fl.
Mánudagana 3. febrúar, 10. febrúar og 17. febrúar
Loftslagsverkfræði:
Takist þjóðum heims ekki að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eru til leiðir til að minnka magn þeirra í andrúmslofti án þess að minnka útblásturinn. Við skoðum hvaða möguleikar eru í stöðunni.
Þriðjudagana 4. febrúar, 11. febrúar og 18. febrúar
Vistheimt:
Endurheimt vistkerfa er ekki bara mikilvæg til endurheimtar gróðurs- og jarðvegsgæða heldur einnig til viðhalds loft- og vatnsgæða sem og lífbreytileika svo eitthvað sé nefnt. Nemendur fá að kynnast verkefnum sem snúa að vistheimt á Íslandi og hver framtíðarverkefni þjóðarinnar gætu verið.
Mánudagana 24. febrúar, 3. mars og 10. mars
Rusl í framtíðinni:
Við skoðum hvaða möguleika Ísland hefur varðandi sorp í framtíðinni þar sem sjálfbærni  er höfð til hliðsjónar.
Þriðjudagana 25. febrúar, 4. mars og 11. mars
Orkuframleiðsla framtíðarinnar:
Flestir eru sammála um að samfélög framtíðarinnar þurfi á mikilli orku að halda. Við veltum fyrir okkur hvaðan orkan mun koma og hvernig við getum notað auðlindir Jarðar á sjálfbæran hátt.
Mánudagana 17. mars, 24. mars og 31. mars
Sjálfvalið efni:
Efni enn óákveðið. Efni verður ákveðið í samráði við nemendur eftir óskir frá þeim.
Þriðjudagana 18. mars, 25. mars og 1. apríl
Lokaverkefni:
Kennsluhugmynd útbúin úr einu af viðfangsefnum námskeiðsins.
Mánudagur 7. apríl. Allir mæta.
Kynning á lokaverkefni Mánudagur 5. maí. Allir mæta.

Hægt er að velja sér nokkur viðfangsefni eða taka öll.

3 thoughts on “Náttúruvísindi á 21. öld

  1. Bakvísun: Náttúruvísindi á 21. öld | Náttúrutorg

  2. Bakvísun: Náttúruvísindi á 21 öld. | Náttúrutorg

  3. Bakvísun: Opin erindi um vistheimt og ruslamál | Náttúrutorg

Skildu eftir svar