Fimmta staðlota námskeiðsins fer fram mánudaginn 13. apríl kl. 13-17.
Staðsetning:
Tónmenntarstofa, Hofsstaðaskóla.
Dagskrá:
13:00 María Sophusdóttir og Kristjana Skúladóttir, náttúrufræðikennarar í Melaskóla.
Hvernig á að kenna eðlis- og efnafræði á yngra stigi og miðstigi? Glærur, matslistar.
14:30 Kaffihlé.
14:45 María Sophusdóttir og Kristjana Skúladóttir, náttúrufræðikennarar í Melaskóla.
Hvernig á að kenna eðlis- og efnafræði á yngra stigi og miðstigi?
15:50 Hlé.
16:00 Þátttakendur kynna „fiðrildi“.
Stutt lýsing á nálgun/umfjöllun á viðfangsefninu „hringrásir“. Sjá nárar neðar.
17:00 Dagskrárlok.
Viðfangsefni:
- Efna- og eðlisfræði.
- Hringrásir.
Fiðrildi:
Skrifaðu stutta lýsingu (fiðrildi) (1/2-1 bls.) um nálgun/umfjöllun á viðfangsefninu „hringrásir“ í kennslustundum þar sem fram koma raunhæf dæmi úr þínu skólastarfi. Kennarar sem kenna saman mega vinna fiðrildi saman. Þátttakendur munu kynna fiðrildi sín munnlega í næstu staðlotu. Fiðrildin mynda grunn að hugmyndabanka um leiðir sem hafa reynst vel í skólastarfi, jafnt hefðbundnar leiðir sem nýjar. Hugmyndabankinn verður settur inn á vefsíðu námskeiðsins með ykkar leyfi.