Jarðvegur, landlæsi, vistheimt og sjálfbærni í skólastarfi

Jarðvegur, landlæsi, vistheimt og sjálfbærni í skólastarfi

Gagnlegir tenglar frá námskeiðinu:

Bókin Að lesa og lækna landið eftir Dr. Ólaf Arnalds og Ásu L. Aradóttur.

Kortavefsjá þarf efst til hægri má sjá nytjaland, skurði og landnot

Ólafur Arnaldsson (2015) The soils of Iceland Springer. -Bók.

http://www.moldin.net/ Heimasíða Ólafs Arnalds

Jarðvegskort, af síðu Ólafs Arnalds

Guðrún Óskarsdóttir (2014) Vistheimt í þéttbýli – Gróðurfar í Reykjavík og möguleikar til að fjölga innlendum plöntutegundum  MA ritgerð Landbúnaðarháskóli Íslands. http://hdl.handle.net/1946/22000

Bæklingurinn  „Soils Challenge Badge“

Jörðin sem epli, leiðbeiningar, myndband, reyndar eru mörg til á youtube

Námskeiðið er haldið í kjölfar þess að Sameinuðu þjóðirnar lýstu árið 2015 Ár jarðvegs. Markmið námskeiðsins er að auka faglega þekkingu og færni grunnskólakennara á jarðvegsvernd, vistlæsi og sjálfbærni sem hluti af kennslu í grunnskólum.

Á Íslandi, og einnig á alþjóðavísu, eru jarðvegsvernd og sjálfbær nýting brýn viðfangsefni. Með tilkomu nýrrar aðalnámskrár eru gerðar auknar kröfur til kennara um að flétta menntun til sjálfbærni inn í kennsluna. Á námskeiðinu er bæði lögð áhersla á fræðilegan bakgrunn sem og að efla getu kennara í að skipuleggja og stýra verklegri kennslu, jafnt í skólastofunni sem og úti í náttúrunni.

Viðfangsefni:  Hringrásir orku, næringar og vatns. Hvað er það í moldinni sem skiptir máli? Þanþol vistkerfa. Ástand lands og landlæsi. Framvinda. Vistheimt. Kynning á vistheimtarverkefni Landverndar, kynning á verkefnasafni, menntun til sjálfbærni.

Markhópur: Grunnskólakennarar, framhaldsskólakennarar einnig velkomnir.

Kennsla og leiðsögn: Ása L. Aradóttir og Ólafur Arnalds, prófessorar við Landbúnaðarháskóla Íslands og höfundar bókarinnar Að lesa og lækna landið. Guðrún Schmidt, fræðslufulltrúi Landgræðslu ríkisins. Rannveig Magnúsdóttir verkefnastjóri hjá Landvernd og Svava Pétursdóttir, lektor við Menntavísindasvið HÍ.

Tími og staðsetning: Laugardagurinn 21. maí kl. 9:30-16:00

Kennt verður í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands, Árleyni 22, Keldnaholti í Reykjavík. Boðið verður uppá léttan hádegisverð.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur sem búa annarsstaðar á landinu geti tekið þátt á námskeiðinu í gegnum netið.

 Verð: kr. 5.000.-

Skráning:Skráning hér. Skráningarfrestur er til 11. maí 2016.

Nánari upplýsingar má finna á http://natturutorg.is/jardvegur/ og

Hjá Guðrúnu Schmidt gudrun@land.is  í síma 4883063 og  Svövu Pétursdóttur svavap@hi.is

Námskeiðið er styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla og að því standa  Menntavísindasvið HÍ og Landgræðsla ríkisins í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Landvernd.

 

            

 

Dagskrá 21. maí 2016:

   9:30 – 10:30: Jarðvegur og hringrásir – undirstöðuatriði.  Ólafur Arnalds,  Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ)

10:30 – 10:35: Kaffihlé

10:40 – 11:30: Ástand lands. Ólafur Arnalds – Vistheimt  Ása L. Aradóttir, LBHÍ

11:30 – 11:40: Kaffihlé

11:40 – 12:30:  Vistheimt.  Ása L. Aradóttir, LBHÍ

12:30 – 13:00: Léttur hádegisverður

13:00 – 13:40: Kynning á vistheimtarverkefni Landverndar –   Rannveig Magnúsdóttir, Landvernd

13:40 – 13:45: Kaffihlé

13:45 – 14:45: Kynning á kennsluhugmyndum úr „Soils Challenge Badge“ – Svava Pétursdóttir, Menntavísindasvið HÍ  GLÆRUR_SP

14:45 – 14:55: Kaffihlé

14:55 – 15:40: Menntun til sjálfbærni. Jarðvegsvernd tekin sem dæmi – Guðrún Schmidt, Landgræðsla ríkisins

15:40 –  16:00: Umræður og námskeiðsmat – Svava Pétursdóttir, Menntavísindasvið HÍ og Guðrún Schmidt, Landgræðsla ríkisins

Nánari lýsing á námskeiðinu

 

Markmið: Að auka faglega þekkingu og færni grunnskólakennara á jarðvegsvernd, landlæsi, vistheimt og sjálfbærni sem hluti af kennslu í grunnskólum. Námskeiðið á að efla þekkingu kennara á undirstöðuhlutverki jarðvegs innan landvistkerfa, af hverju jarðvegsvernd skiptir svona miklu máli í samfélagslegu og vistfræðilegu samhengi og hvernig hægt sé að bregðast við ef ósjálfbær landnýting hefur leitt til landhnignunar og sóunar á auðlindum. Auk fræðilegs bakgrunns er námskeiðinu ætlað að efla getu kennara í að skipuleggja og stýra verklegri kennslu á sviði jarðvegsverndar og sjálfbærni.

 

Innihald námskeiðsins: Fyrri hluti námskeiðs verður um undirstöðuhlutverk jarðvegs innan landvistkerfa og af hverju jarðvegsvernd skiptir miklu máli í samfélagslegu og vistfræðilegu samhengi. Einnig verður varpað ljósi á tengsl jarðvegsverndar við lofttslagsbreytingar og lífbreytileika og sett þar með í samhengi við alþjóðlegar áskoranir. Fjallað verður um hringrásir orku, næringar og vatns og skoðað hin fjölþætt hlutverk jarðvegs. Fjallað verður um þanþol vistkerfa, jarðvegsrof og ástand lands og hvernig við getum lesið landið, þ.e. að sjá og skilja þær vísbendingar sem ásýnd lands gefur um ástand þess. Síðan verður skoðað hvað er hægt að gera og í því samhengi fjallað m.a. um vistheimt og framvindu.

Í seinna hluta námskeiðs verður rætt um möguleikar á því hvernig kennara geta komið þessari þekkingu á framfæri við nemendur. Kynnt verður m.a. vistheimtarverkefni Landverndar þar sem grunnskóla- og framhaldsskólanemendur læra um vistheimt og landgræðslu með því að taka virkan þátt í rannsóknum og vistheimtaraðgerðum. Fleiri kennsluhugmyndir verða kynntar úr „Soils Challenge Badge“ verkefnasafni sem verið er þýða. Þar eru 24 verkefni fyrir mismunandi aldurshópa frá 5 ára nemendum og uppúr. Þátttakendur munu prófa valin verkefni. Síðan verður fjallað um menntun til sjálfbærni og þá kröfur sem eru gerðar samkvæmt nýrri aðalnámskrá á því sviði. Kynnt verður skólaverkefni um jarðvegsvernd sem getur sýnd hvernig hrinda megi í framkvæmd grunnþættinum sjálfbærni í skólastarfi.

 Leiðbeiningar um þátttöku á vef.

Hægt verður að taka þátt í námskeiðinu í gegnum vef með fjarfundarkerfinu Adobe Connect. Kerfið er veflægt og þátttakendur geta verið hvar sem er sem hefur gott netsamband, helst tengt með snúru.

Hér eru leiðbeiningar fyrir þátttakendur sem gott er að fara í gegnum áður en námskeiðið hefst. Slóðin að vefstofunni verður send þátttakendum fyrir námskeiðið. 

Kennarar og glærur munu verða í mynd, nauðsynlegt er fyrir þáttakendur að hafa góð heyrnartól, og helst hljóðnema. Myndavél gerir upplifunina ánægjulegri en er ekki nauðsynleg.

1 thought on “Jarðvegur, landlæsi, vistheimt og sjálfbærni í skólastarfi

  1. Bakvísun: Námskeið fyrir kennara | Náttúrutorg

Lokað er á athugasemdir.