Föstudagslesningin – sú fyrsta á nýju ári

HAPPY NEW YEAR 2011

Verkefnisstjórar NaNO og Náttúrutorgs óska þér gleðilegs árs!

Fyrsta FÖSTUDAGSLESNING ársins er skýrsla um verkefni GERT skólaárið 2015-2016 og við bendum ykkur á að lesa samantektina sem er aftast í skýrslunni en þar greina skólar frá því hvernig samstarfi við fyrirtæki og stofnanir var háttað og margir geta fengið góðar hugmyndir þaðan.

Við minnum á málþing um náttúrufræðimenntun sem haldið verður dagana 31. mars og 1. apríl 2017 og vonumst til að sjá ykkur sem flest þar.

Ef þú ert ekki búin/n að „líka við“ síðu Náttúrutorgs á Facebook þá hvetjum við þig til að gera það hér og einnig að skrá þig á póstlista Náttúrutorgs svo þú missir ekki af tilkynningum um málþing, menntabúðir, námskeið o.fl.