Söluaðilar búnaðar

Yfirlit yfir búnað til náttúruvísindakennslu er að finna á Kennarakvikunni. Á undirsíðum er oft hægt að finna upplýsingar um birgja.

Neðangreindar upplýsingar eru einungis til hægðarauka fyrir kennara. Fyrirtækin hafa ekki styrkt þennan vef að neinu leiti og er raðað eftir stafrófsröð. Ekki er hér lagt neitt mat á gæði þjónustu eða framboð af vörum, en í sumum tilvikum hafa kennarar bent á þessa aðila.

  • Bara gaman selur sjálflýsandi reimar og skýjalugtir
  • DISTICA (áður Gróco)  sérhæft í tækjum og rekstrarvöru fyrir rannsóknastofur. Okkar tengiliður þar er Guðjón gudjon(hja)distica.is
  • Handverkshúsið eru með vefverslun og eru víst liðleg að panta fyrir fólk líka það sem ekki er til. Seglar, verkfæri, vírar.
  • Íhlutir selja íhluti í rafmagn. þeir ku útbúa nemendasett til að búa til morstæki og magnara eins og lýst er í bókinni Rafmagn.
  • Slikkerí  ýmsar vörur m.a. sítrónusýra.
  • Sjónaukar selja stjörnusjónauka, sjónauka til fuglaskoðunar og smásjár.

Erlendar síður sem mælt hefur verið með