Ráðstefna um gæði og jafnræði í kennsluháttum á Norðurlöndum á sviði stærðfræði og náttúruvísinda

Þriðjudaginn 23. apríl 2024 stendur Mennta- og barnamálaráðuneytið fyrir ráðstefnunni Gæði og jafnræði í kennsluháttum á Norðurlöndum á sviði stærðfræði og náttúruvísinda – Norræn greining á TIMSS gögnum í tilefni af því að komið er út nýtt rit um stærðfræði- og náttúrufræðikennslu á Norðurlöndum.

Nokkrir norrænir höfundar birta greiningar sínar á gögnum TIMSS (Trends in International Mathematics and Science Study) rannsóknarinnar  sem hefur verið lögð fyrir reglulega í um þrjá áratugi af IEA (International Association for the Evaluation of Educational Achievements). Leitast er við að svara því hvaða kennsluhættir skila árangri og stuðla að jöfnuði. Byggt er á gögnum úr TIMSS fyrir árin 2011, 2015 og 2019, en Ísland tók þátt í TIMSS árið 1995.

Ráðstefnan fer fram á Reykjavík Hótel Natura en einnig er hægt að fylgjast með ráðstefnunni og umræðum í streymi.

Ráðstefna um menntun í náttúruvísindum – Skráning og dagskrá

Ráðstefna um menntun í náttúruvísindum verður haldin á Selfossi dagana 14.-15. apríl.
Við byrjum á föstudeginum í Fjölbrautaskóla Suðurlands og höldum svo áfram í glænýjum Stekkjaskóla á laugardagsmorgninum. Þrír aðalfyrirlesarar munu flytja erindi og svo verða styttri samhliða erindi og vinnustofur. Enn er rými fyrir fleiri erindi.

Jafnframt verður ráðstefnunni streymt til skráðra þátttakenda.

Dagskrána má nálgast hér.

Skráning á ráðstefnuna er hér

Þátttökugjald er 5000 kr. og greiðist inná reikning Félags raungreinakennara  reikningsnr. 0536-04-760711 kt. 620683-0279.

Enn er rými fyrir erindi, vinnustofur eða bása.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll og ræða menntun í náttúruvísindum í þaula.

kveðja undirbúningsnefndin

Mynd af vef Stekkjaskóla

Ráðstefna um menntun í náttúruvísindum

Kallað er eftir efni á Ráðstefnu um menntun í náttúruvísindum sem verður haldin 14. og 15. apríl 2023 í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Lýsing á efni er sent inn rafrænt hér: https://forms.gle/ecnFxwMaDhkZeShFA 

 

Fyrir hverja er ráðstefnan? 

Ráðstefnan er ætluð öllum sem koma að menntun í náttúrufræði- og raunvísindagreinum ásamt öðrum áhugasömum. Hér með er auglýst eftir efni á ráðstefnuna frá starfandi kennurum á öllum skólastigum, leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, skólastjórnendum, fræðafólki, fulltrúum atvinnulífsins og öðrum áhugasömum. Með menntun í náttúruvísindum er átt við öll svið innan náttúru- og raunvísinda. Efni ráðstefnunnar er sniðið að öllum skólastigum. 

Hvernig efni er kallað eftir? 

Kallað er eftir efni af hvaða tagi sem er sem snýr að náttúrufræðimenntun á hvaða skólastigi sem er sem og menntun náttúrufræðikennara. 

Hvert er formið á efninu? 

Mismunandi form verður á efninu. 

  • Kynningar/erindi; hámark 20 mín. með umræðum. 
  • Ritrýnt erindi; hámark 20 mínútur með umræðum 
  • Málstofur; þrjú samtengd erindi með umræðum, hámark 1 klst. 
  • Smiðjur; vinnustofur þar sem áhersla er lögð á virka þátttöku fólks, hámark 1 klst. 
  • Básar; kynningar á efni tengt náttúrufræðimenntun, með viðveru kynningaraðila. 
  • Veggspjöld; verða til sýnis meðan á málþinginu stendur. 

 Hvernig er unnt að senda inn erindi? 

Lýsing á efni er sent inn rafrænt hér: https://forms.gle/L1AckfmuF2gc6St19 

Frestur til að senda inn erindi er til 1. mars 2023. 

Svör frá málþingsnefnd munu berast fyrir 10. mars 2023. 

Vinsamlega áframsendu bréfið til samstarfsfólks og þeirra sem kunna að hafa áhuga. 

Nánari upplýsingar Svava Pétursdóttir, svavap@hi.is, Haukur Arason, arason@hi.is. 

 

Opið er fyrir skráningu á ráðstefnu um náttúrufræðimenntun 2021

Skráningu á  ráðstefnu um náttúrufræðimenntun sem fer fram á netinu föstudaginn 19. mars kl. 13:00-16:10 og laugardaginn 20. mars kl. 9:00-13:00 er hafin og stendur til 18. mars.   Skráning fer fram með því að smella hér.

Skráningargjaldið er ekkert

Dagskrá

Dagskrá mun birtast  hér þegar nær dregur á slóðinni: http://malthing.natturutorg.is/ .

Aðalfyrirlesarar verða:

Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands: Náttúruvísindi – grunnur að farsælli framtíð.

Professor Nicola Spence, plöntuheilsusérfræðingur, Deild umhverfis, matvæla og dreifbýlis. London, Englandi.

Penny Cobau-Smith, prófessor emeritus og fyrrum forseti Menntavísindadeildar Adrian College (Michigan, USA). Kenndi náttúrufræði í yfir 30 ár framhaldsskóla:  The Essential Value of a Hands-On Science Education: Research, Empirical Evidence and Practical Application.

Bíósýning: Við vekjum athygli á sérstakri bíósýningu í tengslum við ráðstefnuna í Bíó Paradís kl. 15:00 á laugardeginum.  Sýnd verður myndin Eins og málverk, Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor í líffræði við HÍ og Eggert Pétursson listamálari munu kynna myndina á undan sýningunni. Miðaverð 1600 kr.

Fyrir hverja er ráðstefnan?

Ráðstefna er ætluð öllum sem koma að menntun í náttúrufræði- og raunvísindagreinum ásamt örðum áhugasömum. Efni ráðstefnunnar er sniðið að öllum skólastigum. Á ráðstefnunni verður efni frá starfandi kennurum á öllum skólastigum, leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, skólastjórnendum, fræðafólki, fulltrúum atvinnulífsins og öðrum áhugasömum. Með náttúrufræðimenntun er átt við öll svið innan náttúru- og raunvísinda.

Vinsamlega bentu samstarfsfólki og öllum þeim sem kunna að hafa áhuga á ráðstefnunni á að skrá sig.

Nánari upplýsingar veitir Svava Pétursdóttir svavap@hi.is og Haukur Arason arason@hi.is , hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

#natt2021

Að þinginu standa

Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við:
Félag leikskólakennara
Félag raungreinakennara
Háskólann á Akureyri
NaNO
Náttúrutorg
Samlíf, Samtök líffræðikennara

Kall eftir erindum – Lumar þú á áhugaverðu efni?

Til allra áhugasamra um náttúrufræðikennslu. 19.-20. mars verður rafræn ráðstefna um náttúrufræðimenntun. Er hún ætluð öllum sem fást við náttúrufræðimenntun á öllum skólastigum.
Í skólasamfélaginu eru margir að gera spennandi spennandi hluti í sinni kennslu sem vert væri að segja frá. Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar biðlar til allra bjóða uppá erindi, kynningu eða vinnusmiðju á ráðstefnunni.

Lumar þú á áhugaverðu efni?  Fylltu þá út þetta form fyrir 15.  febrúar  https://forms.gle/qGCYjebZG9c8ESpm9 

2015-04-17 14.20.long

Frá málþingi 2015  – Sjá um fyrri ráðstefnur hér

Spurningum má beina til undirbúningshópsins
Svava Pétursdóttir,  svavap@hi.is
Sólveig Baldursdóttir, solveigb@vidistadaskoli.is
Sean Scully, scully@unak.is
Magnús Hlynur Haraldsson, bhs@gmail.com
Kristín Norðdahl, knord@hi.is
Ingibjörg Stefánsdóttir, ingibjorg.stefansdottir@grundaskoli.is
Hólmfríður Sigþórsdóttir,  holmfridur@flensborg.is
Haukur Arason, arason@hi.is

http://malthing.natturutorg.is/  #natt2021

 

Hugtakateiknimynd um handþvott

Á twitter deildi Millhousegate þessari mynd frá ASE. Það var ekki eftir neinu að bíða að þýða hana.

 

 

 

 

Í hugtakateiknimyndum (e. concept cartoons) eru sýndar samræður fólks og mismunandi hugmyndir sem fólk kann að hafa um eitthvað fyrirbæri. Þessi mynd varpar fram staðhæfingum um handþvott sem við höfum líklega flest heyrt fólk segja undanfarnar vikur, misréttar að sjálfsögðu. En svona myndir eiga  skapa umræðu þar sem fræðilegar hugmyndir og hugtök eru tengd við daglegt líf.  Þær eru líka fínar til að  kanna skilning á viðfangsefninu, hvaða hugmyndir nemendur hafa um efnið, réttar og rangar.

Helstu talsmenn hugtakateiknimynda leggja til þessi skref:

  • Stutt kynning á verkefninu
  • Nemendur hugsa einslega og ræða í hópum um hvað þeir haldi um það sem fram kemur á myndinni og hvers vegna
  • kennarinn ræðir við nemedur og grípur inní samræður eftir þörfum
  • umræðunum fylgt eftir með verklegri athugun, eða gagnasöfnun
  • samantekt með öllum bekknum til að deila og gagnrýna hugmyndir

Brenda Keogh & Stuart Naylor (1999) Concept cartoons, teaching and learning in science: an evaluation, International Journal of Science Education, 21:4, 431-446, DOI: 10.1080/095006999290642

Í fjarkennslu mætti ræða í rauntíma, skrifa hugmyndir á umræðuþráð eða padlet, og svo leita upplýsinga á neti til að meta sannleiksgildi staðhæfinganna.

Skráning á ráðstefnuna: Vísindi í námi og leik

VÍSINDI Í NÁMI OG LEIK

Laugardaginn 30. mars 2019 verður efnt til ráðstefnunnar Vísindi í námi og leik í samstarfi Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Málþings um náttúrufræðimenntun*. Á ráðstefnunni verður fjallað um nám og kennslu í náttúruvísindum, stærðfræði og tækni, þ.m.t. upplýsingatækni, í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Ráðstefnan er ætluð kennurum og starfsfólki í leik-, grunn-, og framhaldsskólum og sérstaklega er horft til þess að umfjöllunarefni hafi hagnýtt gildi í skólastarfi. Auk aðalfyrirlestra og pallborðsumræðna verða málstofuerindi, vinnustofur og veggspjöld þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að námi og kennslu með sérstakri áherslu á fyrrnefnd viðfangsefni.Upplýsingar um ráðstefnuna má einnig finna á Facebooksíðum MSHA og Náttúrutorgs og á síðu Miðstöðvar skólaþróunar.

Skráning á ráðstefnu

Veggspjald til útprentunar- endilega prentið út og setjið upp í skólum ykkar.

*Að baki Málþings um náttúrufræðimenntun standa ýmis félög og samtök, má þar nefna: Samlíf – samtök líffræðikennara, Félag raungreinakennara, NaNO – Náttúruvísindi á nýrri öld, GERT, RAUN – Rannsóknar-stofu um náttúrufræðimenntun, Flöt – samtök stærðfræðikennara og Félag leikskólakennara. Að auki koma Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild HA að ráðstefnunni.

[Námskeið] Hvert hlaupa þörungar?

Einstakt tækifæri fyrir grunn- og framhaldsskólakennara á Íslandi. Dr. Ira Levine forseti Algae Foundation og prófessor við University of Southern Maine kemur til landsins í tengslum við ráðstefnuna Strandbúnaður. Hann ætlar að bjóða kennurum hér á landi upp á námskeið, þeim að kostnaðarlausu, um þörunga í samstarfi við NaNO, Náttúrutorg, Menntavísindastofnun og Matís.

Hvenær: 20. mars 2019, kl. 15:00-17:00

Hvar: Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík

Hverjir: Grunn- og framhaldsskólakennarar

Skráning: Skráðu þig hér – ekki hugsa þig tvisvar um!

Námskeiðið, sem fer fram á ensku, er sniðið að og hentar kennaranemum og kennurum á öllum stigum grunnskóla sem og framhaldsskóla.

Primary Goal: Increase k-12 STEM-based knowledge and skill sets focusing on poor, minority and immigrant students.

Secondary Goal: Upgrade and increase skills of science teachers in grade, middle and high schools.

Outcomes: Enhance student retention and graduation rates and produce more collegiate STEM majors. Support the establishment of a pool of STEM candidate applicants supporting a science-based economy.

The idea is to build stronger skills to help students stay in school, become more engaged, and build science knowledge that would follow the educational journey to increase scientists in our local communities and beyond.

The training is about the Algae and our world, how it affects our lives, the biology of it, growing it, measuring how fast it grows, design your own algae., and find out about what everyday products use algae. Algae to eat, algae as medicine, algae in paints, puddings, plastics, etc. We will include the use of several different types of microscopes, the beginnings of the scientific method, the wonders of science, Algae in Space. Green polar bears have algae, Blue Icebergs have algae, and the volcanic eruption in Hawaii has algae.

„Take a Deep Breath, Thank the Algae“

Dr. Levine hefur unnið í 33 ár við hagnýtar og grunnrannsóknir í sameindalíffræði, lífeðlisfræði, vistfræði og ræktun þörunga, eldisstýringu og uppbyggingu eldis. Hann hefur m.a. komið að ræktun í sjó og vötnum í Kanada, Kína, Indónesíu, Japan, Malasíu, Filippseyjum og Bandaríkjunum. Núverandi áherslur eru á ræktun þörunga sem fóðurbætiefni fyrir eldi á sjó og landi, fæðubótaefni, sérhæfð efni og lífeldsneyti.

Dr. Levine er forseti Algae Foundation, sem hefur þróað námsefni til að styðja við menntun tæknifólks og sérfræðinga innan þörungageirans. Meðal þess er gjaldfrjálst námsefni á netinu, Algal MOOC. Hann hefur auk þess þróað kennsluefni fyrir börn og unglinga og vill nú miðla því efni hér á Íslandi.

http://thealgaefoundation.org/K-12_initiative.html

Myndmiðlun notuð til að styðja við nám í líffræði

Vertu með í skemmtilegu verkefni þar sem nemendur læra líffræði með því að taka myndir og myndskeið, vinna með þau og sýna samnemendum eða öðrum niðurstöður sínar. Myndatökur eru þarna leið til að skrá ákveðin fyrirbæri t.d. mynd af brumi eða blómi eða ákveðin ferli eins og þegar brum springa út eða um efnaskipti gersveppa. Þarna er myndmiðlun notuð til að styðja við nám í líffræði og ætlunin er að nemendur læri mest af vinnuferlinu sjálfu því það er ekki afurðin sjálf eða gæði myndbandsins eða myndanna sem skiptir mestu heldur lærdómurinn sem fæst af vinnu verkefnanna. Ekki er nauðsynlegt að nota flókinn tæknibúnað, hægt er að nota farsíma, spjaldtölvur eða ýmis konar myndavélar. Skoðaðu verkefnið á vefsíðu þess vidubiology.eu þar eru leiðbeiningar og verkefnablöð á íslensku undir content. Hér má sjá myndskeið sem tengist verkefninu: